Þá er það seinni myndin frá Hornvík í hádegissólinni sem andsvar við miðnætursólina í Hvannadal. Þessar tvær myndir voru málaðar með þremur grunnlitunum og hvítum eftir litaaðferð van Goch sem mér fannst áhugverð þegar ég skoðaði listasafn hans í Amsterdam um árið.
Month: apríl 2021
Sumardagurinn fyrsti
Sumardagurinn fyrsti, fönninn gefur sig, hér brýst úr ísaböndum áin, vorsól yljar mönnum, magnar fuglasöng, nú ljósið skín og lífsins þráin. Geng ég gegnum skóginn, geislar lífga brum, og moldin ilmar, vil ég vinna þarfaverk af krafti, kallar jörð á mig, ég glaður vil því verki sinna. Lítil skógarplanta, leyndist undir snjó, og birkikvistinn braut… Halda áfram að lesa Sumardagurinn fyrsti
Miðnætursól í Hvannadal í Hornvík
Miðnætursól í Hvannadal í Hornvík. Eitt síðasta málverkið mitt, fyrri mynd af tvennu. Olía 60 x 50 cm.
Hirðirinn góði
Sálmurinn hefur fengið sitt eigið lag núna í maí 2021. Ég samdi það við slaghörpuna síðustu vikur. Mér fannst hann ætti það skilið við uppáhalds bragarháttinn minn, ljóðaháttinn: Í þínar hendur, hirðir minn, ég hvert mitt fótmál fel, þú geymir mig, minn Guð, á vegi. Og þegar sækir þreytan að og þyngir ferðalag, þú berð… Halda áfram að lesa Hirðirinn góði
Ævisaga mín eða mannamót
Ég var orðinn leiður á Meistara mínum og mátti til að reyna eitthvað nýtt. Ég kvaddi með virtum og hélt út í heiminn, en himininn brosti þó við mér blítt. Á göngunni mætti ég manni sem sagði, að mín uppljómun væri að losa mig frá öllu sem tengdi mig tilveru lífsins og takmarkið væri að… Halda áfram að lesa Ævisaga mín eða mannamót
Tal við Guð um möguleika þess
Guð, eftir orðum spekinganna, sem ég hef verið að takast á við í huga mínum, þá á ég varla að geta átt í samskiptum við þig. Skynsemin frá tímum upplýsingarinnar er löngu búin að afgreiða þig og senda þig handan við eða út fyrir skynsemina. Ekki beint þakklæti fyrir vitið sem þú gafst okkur hlutdeild… Halda áfram að lesa Tal við Guð um möguleika þess
Tal við Guð um íhugun
Merkilegt að sitja á steini við ysta haf, sem er það varla lengur, en þar lenti ég á vegferð minni. Þar hugleiði ég tilvist þína, Guð, eða tilvistarleysi við öldurgjálfrið. Þegar bænin var þögnuð um tíma, þá lifði áfram minning um þig í gömlum hugleiðingum og reynslublossum. Getur þú verið viðfangsefni hugsunar? Þegar hugsunin… Halda áfram að lesa Tal við Guð um íhugun
Tal við Guð um þögnina
Ekki ein einasta bæn í langan tíma. Einu sinni var sársauki í þögninni eftir fráfall ástvinar. Núna er það frekar þreyta, angurværð og sinnuleysi. Örmagna reyni ég að hvílast, að ná áttum í djúpinu. Ég er að byrja bænalestur að nýju, – hljóðar íhugunarstundir. Merkilegt að lífið heldur áfram í þögn en gleðin á hljóðu… Halda áfram að lesa Tal við Guð um þögnina
Eyjafjallajökull frá Þórsmörk
Þessa mynd teiknaði og litaði ég með pastellitum á staðnum en vann svo heima í olíu. Dýptin í myndinni er niður að læknum og upp til fjalla. Tröllið sat fyrir grafkyrrt. Endanlega útfærsla kláraðist seint og um síðir. Olíumálning, stærð 100 x 65 cm. minnir mig.
Upprisufrásagnir
Hvernig geta merkustu sannindi lífsins falist í frásögn? Okkur er sögð saga af upprisu frá dauðum. Og hún hefur gengið milli kynslóða í nær tvö þúsund ár. Fyrir kristnu fólki er hún ekkert aukaatriði trúarinnar heldur kjarni hennar.[1] Helgasta frásögn kristninnar er þó ólík, píslarsagan, sem segir frá þjáningu og dauða Jesús Krists, frelsarans. Kaldranalegur… Halda áfram að lesa Upprisufrásagnir