Myndlist og önnur áhugamál

Myndverk:

upprisan_ankerlund_grundAltaristaflan í Grundarkirkju með mynd af upprisu Krists eftir Anker Lund. Lögð kirkjunni til 1891 af kirkjueiganda Magnúsi Sigurðssyni, samkv. vísitasíu 1893. (Vísitasía biskups íslands í Eyjafjarðarprófastsdæmi, 19. – 25. febrúar og 1. – 12. Maí, 2004, s. 101)
Skoða myndina →

Málverk eftir J. VermeerMálverk Johannes Vermeer Kristur í húsi Mörtu og Maríu finnst mér hrífandi og talandi og skemmtilega hollenskt. Á ferðalagi í Edenborg staldraði ég lengi við þessa mynd á Listasafni Skotlands (National Gallery of Scotland) þar sem myndin er og virti hana lengi fyrir mér. Sálmurinn “Orð Guðs” er hugleiðing út frá þessari frásögn í Lúk. 10. En þar flétta ég hana saman við dæmisöguna um faríseann og tollheimtumanninn í Lúk. 18, því að báðar fjalla þær um að að hlusta á orð Guðs og leita hans í bæn.

Altaristafla á Hálsi
Altaristaflan á Hálsi. Jesús í Gesemani þar sem hann ákallið Guð: Abba, faðir.

Altaristaflan á Hálsi í Fnjóskadal er dönsk og útvegaði séra Þorsteinn Pálsson hana til kirkjunnar á Hálsi og greiddi að hálfu skv. æviminningu hans eftir Arnljót Ólafsson sem kom út 1876. Skoða stærri mynd og orð Arnljóts um töfluna.

Skoða myndina →

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: