Ég hlusta – hann er sá sem talar. Ég er upplýstur – hann er ljósið. Ég er eyrað – hann er orðið. (Ágústínus kirkjufaðir, hjá E. Brown, I. bini. bls. 156.) Ég rakst á þessi tilvitnun í Ágústínus kirkjuföður nú fyrir Biblíudaginn sl. sunnudag í ritskýringu E. Brown á guðspjalli Jóhannesar. Grípandi orð sem ég… Halda áfram að lesa Ég hlusta – Biblíuljóð
Category: Sálmar
Sálmar frumsamdir og þýddir ásamt lögum og tilvísunum í myndlist og frásögn um tilurð þegar það á við.
Kemur ljós kærleikans – Hvítasunnusálmur
Kemur ljós kærleikans er hvítasunnusálmur lauslega þýddur úr ensku. Hann er brennandi bæn um að huggarinn, andi kærleikans, eldur andans brenni burt úr hjartanu vonda löngun og kveiki í stað djúpa þrá eftir að líkjast Kristi. Það er lífið sem Guð gefur af náð sinni og við eigum kost á. Lagið er eftir Ralph Vaughan… Halda áfram að lesa Kemur ljós kærleikans – Hvítasunnusálmur
Hirðirinn góði
Sálmurinn hefur fengið sitt eigið lag núna í maí 2021. Ég samdi það við slaghörpuna síðustu vikur. Mér fannst hann ætti það skilið við uppáhalds bragarháttinn minn, ljóðaháttinn: Í þínar hendur, hirðir minn, ég hvert mitt fótmál fel, þú geymir mig, minn Guð, á vegi. Og þegar sækir þreytan að og þyngir ferðalag, þú berð… Halda áfram að lesa Hirðirinn góði
Ljós Guðs anda – Jóla- og nýárskveðja
Hér fylgir jóla- og nýjárskveðja mín sem ég vona að verði ykkur lesendur mínir til uppörvunar og hvatningar á nýju ári. Sálmurinn gæti eins heitið Ljós jólanna. Hann er bæn um að við mættum vera ljós í heimi, endurskin frá frumglæði ljóssins. Hann er ortur að hluta út frá texta í guðspjalli Matteusar: „Sú þjóð… Halda áfram að lesa Ljós Guðs anda – Jóla- og nýárskveðja
Jólaboðskapur Matteusar á þrettánda degi jóla
Þennan sálm samdi ég um þessi jól og lagaði lagið að honum sem er eldra. Á þrettánda degi jóla er Jólaboðskapur Matteusar lesinn (Mt. 2.1-11). Það er jóladagur hjá bræðrum og systrum í Rétttrúnaðarkirkjunni og jólaguðspjall Matteusar er lesið um Betlehemsstjörnuna og vitringana: Þeir hlýddu á konung og fóru. Og stjarnan, sem þeir sáu austur… Halda áfram að lesa Jólaboðskapur Matteusar á þrettánda degi jóla
Páskakveðja – Sannarlega upprisinn
Má nú hlusta á í flutningi Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur og Rúna Þráinsdóttur. Þakka ég þeim kærlega. Innblástur að þessum páskasálmi var gamla páskakveðjan: „Drottinn er upprisinn!“ Henni var svarað: „Hann er sannarlega upprisinn!“ (Lk 24.34). Upprisutrú kristinna manna er miklu meira en að maður rísi upp frá dauðum á þriðja degi. Hún er trú á… Halda áfram að lesa Páskakveðja – Sannarlega upprisinn
Þú réttir fram hönd til hjálpar – þemasálmur bænavikunnar 2018
Þessi sálmur sem kom með efni alþjóðlegu og samkirkjulegu bænavikunnar 2018 heillaði mig svo að ég þýddi hann eins og hægt er að þýða. Hér flytja þær Helga Vilborg og Rúna lagið. Ég lagði þó nokkuð af mínum þankagangi í þýðinguna, raðaði erindunum upp svo þau mynduðu heild og bætti áttunda erindinu við til að… Halda áfram að lesa Þú réttir fram hönd til hjálpar – þemasálmur bænavikunnar 2018
Jólasálmur – Kristur af föðurnum fæddur
Hér birti ég lauslega þýðingu mína á þekktum enskum jólasálmi: Of the Father’s Love Begotten. Textinn eftir Marcus Aurulius C. Prudentius frá 4. öld, ensk þýðing e John M. Nealsen (1818-1866). Lagið er sléttsöngur frá 13. öld. Sótt í Hymnary.org.
Siðbótarsálmur frá Tékklandi
Textinn eftir Jiri Transloský en þýðing mín úr ensku eftir þýðingu Jaruslav J. Vajda, lagið eftir Pan Buh birtist í Gradual, Prague, 1567. Lag og texti hreif mig á guðfræðidögum á Hólum í vor. Þau Gordon Lathrop og Gail Ramsaw leiddu þar messu með endurnýjun skírnar og altarissakramenti eftir nýlegri helgisiðabók lúthersku kirkjunnar í Bandaríkjunum… Halda áfram að lesa Siðbótarsálmur frá Tékklandi
Gegn stríði – Ræðan sem ég varð að flytja
Þá er það hin ræðan í anda Erasmusar frá Rotterdam, sem ég varð að flytja. Nú er það bók Erasmusar Gegn stríði sem er andagiftin og uppgjör við siðbót eftir 500 ár. Þessi texti Erasmusar á vel við í dag þegar veröldin stendur frammi fyrir stríðsógn, nú eins og þá. Stríð er fáránleiki og brjálæði. Það… Halda áfram að lesa Gegn stríði – Ræðan sem ég varð að flytja