Hvítasunnusálmur frá Suður-Ameríku

Á samkirkjulegri bænaviku á Akureyri 2015 var þessi sálmurinn frumfluttur í íslenskri þýðingu minni. Hann er eftir Simei Monteiro en 2. og 3. erindið er frumsamið í sama anda. Hann er ákall um komu andans að fólkið og jörðin fái lifað. Hér með textanum fylgja nótur á Pdf-formi og lagið á MIDI formi fyrir þá sem… Halda áfram að lesa Hvítasunnusálmur frá Suður-Ameríku

Ljós Guðs anda

Hér er lokaútgáfa af sálminum mínum Ljós Guðs anda. Hann er bæn um að við mættum vera ljós í heimi, endurskin frá frumglæði ljóssins og skilja betur leyndardóm þjáningar Drottins. Hvaða þýðingu hefur krossinn fyrir okkur? Hann er ortur að hluta út frá texta í guðspjalli Matteusar: „Sú þjóð sem í myrkri sat, sá mikið… Halda áfram að lesa Ljós Guðs anda

Published
Categorized as Sálmar

Lofsyngjum Lausnarann

Í efni samkirkjulegrar bænavikunnar 2023 var sálmurinn „Lift every voice and sing“ eftir J. Rosamond Johnson við texta James Weldon Johnson. Um hann hefur verið sagt: „Söngurinn er þakkarbæn fyrir trúfesti og bæn um frelsun fyrir þau sem ákalla í þrældómi og fullvissa fyrir Ameríkufólk af afrískum uppruna“. (Vefsíða WCC, mín þýðing). Ég þýddi sálminn… Halda áfram að lesa Lofsyngjum Lausnarann

Jólasálmur

Drottinn Kristur kominn er – þannig byrjar eftirfarandi jólasálmur. Hann var lengi í smíðum hjá mér og lauk ég við hann 2014. Oft hef ég notað vísuorð úr honum í ræðum: Móðurfaðmur Guðs fær gætt, Guð og heimur mætast. Nú hef ég lokið við lítið lag sem ég raulaði oft við sálminn og vil deila… Halda áfram að lesa Jólasálmur

Published
Categorized as Sálmar

Litla kapellan í Vatnaskógi

Undanfarið hef ég ásamt ágætum félögum mínum verið að skrifa kafla í bókinni Hér á ég heima – 100 ára afmæli Vatnaskógar. Hugurinn hefur hvarflað til þess tíma þegar ég starfaði þar með frábæru fólki. Ég er óendanlega þakklátur fyrir starfið í Vatnaskógi og helgi staðarins. Auðvitað vil ég hvetja alla til að gerast áskrifendur… Halda áfram að lesa Litla kapellan í Vatnaskógi

Ég hlusta – Biblíuljóð

Ég hlusta – hann er sá sem talar. Ég er upplýstur – hann er ljósið. Ég er eyrað – hann er orðið. (Ágústínus kirkjufaðir, hjá E. Brown, I. bini. bls. 156.) Ég rakst á þessi tilvitnun í Ágústínus kirkjuföður nú fyrir Biblíudaginn sl. sunnudag í ritskýringu E. Brown á guðspjalli Jóhannesar. Grípandi orð sem ég… Halda áfram að lesa Ég hlusta – Biblíuljóð

Published
Categorized as Sálmar Tagged

Kemur ljós kærleikans – Hvítasunnusálmur

Kemur ljós kærleikans er hvítasunnusálmur lauslega þýddur úr ensku. Hann er brennandi bæn um að huggarinn, andi kærleikans, eldur andans brenni burt úr hjartanu vonda löngun og kveiki í stað djúpa þrá eftir að líkjast Kristi. Það er lífið sem Guð gefur af náð sinni og við eigum kost á. Lagið er eftir Ralph Vaughan… Halda áfram að lesa Kemur ljós kærleikans – Hvítasunnusálmur

Hirðirinn góði

Á leið frá Nykurtjörn fyrir ofan Svarfaðardal. Ljósmynd: Guðm. G.

Sálmurinn hefur fengið sitt eigið lag núna í maí 2021. Ég samdi það við slaghörpuna síðustu vikur. Mér fannst hann ætti það skilið við uppáhalds bragarháttinn minn, ljóðaháttinn: Í þínar hendur, hirðir minn, ég hvert mitt fótmál fel, þú geymir mig, minn Guð, á vegi. Og þegar sækir þreytan að og þyngir ferðalag, þú berð… Halda áfram að lesa Hirðirinn góði

Jólaboðskapur Matteusar á þrettánda degi jóla

Þennan sálm samdi ég um þessi jól og lagaði lagið að honum sem er eldra. Á þrettánda degi jóla er Jólaboðskapur Matteusar lesinn (Mt. 2.1-11). Það er jóladagur hjá bræðrum og systrum í Rétttrúnaðarkirkjunni og jólaguðspjall Matteusar er lesið um Betlehemsstjörnuna og vitringana: Þeir hlýddu á konung og fóru. Og stjarnan, sem þeir sáu austur… Halda áfram að lesa Jólaboðskapur Matteusar á þrettánda degi jóla

Published
Categorized as Sálmar

Páskakveðja – Sannarlega upprisinn

Má nú hlusta á í flutningi Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur og Rúna Þráinsdóttur. Þakka ég þeim kærlega. Innblástur að þessum páskasálmi var gamla páskakveðjan: „Drottinn er upprisinn!“ Henni var svarað: „Hann er sannarlega upprisinn!“ (Lk 24.34). Upprisutrú kristinna manna er miklu meira en að maður rísi upp frá dauðum á þriðja degi. Hún er trú á… Halda áfram að lesa Páskakveðja – Sannarlega upprisinn

Published
Categorized as Sálmar