Hugleiðingar, ljóð og myndir

Vertu Velkomin(n) til að hugleiða með mér og njóta ljóða og mynda sem komið hafa til mín. Þetta æskumálverk mitt af hindinni við lindina segir eflaust mest um mig og það sem brennur á mér og birtist hér. Innblásturinn var Davíðssálmur 42: „Eins og hindin sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó Guð“. Af því eru sprottnar þessar hugleiðingar, ljóð og myndir, sem fyllt hafa mig gleði yfir því sem ég hef fundið hjá Guði

Hugleiðingar:
Ræður, erindi og skrif

Guð sem leyndardómur

Hlusta á hugvekjuna: Getum við vitað eitthvað endanlega um Guð eða guðdóma?  Það væri svo miklu þægilegra ef Guð væri skilgreindur með 21 setningu eða svo. En það er með Guð eins og svo margt annað…

Guð sem birtist, opinberast

Hvernig birtist Guð í mannlegu lífi? Nú er það þannig að fólk sér ekki Guð eins og við sjáum hvert annað í mannheimum. Samt er það svo að sumir fullyrða að Guð hafi birst þeim. Nóg…

Fyrsti jólasálmurinn

Upphaflega flutti ég þessa jólaræða í Glerárkirkju á jóladag 1999 og svo 2010 í Munkaþverárkirkju og 2016 í Ólafsfjarðarkirkju og líklega í síðasta sinn í Laufási 2023. Ég las ljóðið í ræðunni vers fyrir vers eins…

Ljóð, sálmar og bænir

Ganga með hermanni

Ég var á göngu, þrammaði, fannst ég vera hermaður, einn, tveir, einn, tveir. Við tókum tal saman ég og hann sem marseraði með mér. Þú lærðir að drepa,  braust niður andúð þína á því að…

Sálmurinn: Hátt yfir stjörnu himin

Sálmurinn minn Hátt yfir stjörnu himin hefur nú fengið endanlega útsetningu af laginu. Åshild Watne gerði lagið við textann minn á níunda áratugnum þegar við sungum saman í kór í Lille-Borg kirkjunni í Osló undir…

Myndlist og áhugamál

Angist og ákall

Þriðja myndin í seríunni minni Fjórar trúarlegar myndir er túlkun mín á málverki Marc Chagall Hvít krossfesting. Það er þema föstudagsins langa, þjáning og dauði Krists. Myndin á að…

Angur og bæn

Önnur myndin í seríunni minni Fjórar trúarlegar myndir er túlkun mín á málverki El Greco Angrið / angistin í Garðinum. Það er föstuþema en aðventan og langa…

Jólamynd – Fæðingin undursamlega

Fjórar trúarlegar myndir mínar eru nú til sýnis í Glerárkirkju. Það má skoða þær þegar kirkjan er opin í Gallerí forkirkju þ.e. í forkirkjunni. Þetta er aðventu…

Fáðu sendar nýjar færslur á netfang

Um mig

Sæl. Ég heit Guðmundur Guðmundsson. Ég hef lengst af ævinnar starfað sem prestur, var vígður til embættis æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar, starfaði og þróaði fermingarbarnamót í Skálholti og Vatnaskógi. Framhaldsnám í guðfræði stundaði ég í Osló, Uppsölum, Kaupmannahöfn og London. Fræðslumál hafa verið mér hjartans mál alla tíð og síðustu áratugi hef ég lagt áherslu á það í starfi mínu sem héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi! Read more

Á samfélagsmiðlum