Þá hef ég verið á námskeiði í olíumálningu við Myndlistaskólann á Akureyri. Hér eru þrjár landslagsmyndir – minningar frá síðast liðnu sumri. Við hjónin fórum í Hvalvatnsfjörð með systur hennar og manni um mitt sumar. Í september gengum við upp á Heljardalsheiði, en á leiðinni niður af heiðinni var birta og skuggar áhugaverðir við vörðuna… Halda áfram að lesa Þrjár landslagsmyndir – minningar frá sumrinu 2022
Category: Myndlist
Myndir sem ég hef málað eða umfjöllun um myndlist og sérstaklega trúarlega.
Þrjár landslagsmyndir
Einþrykk með akrýlmálningu – stærð ca. 15×15 cm. Myndaljóð í fáum pensilstrokum og litaþrykki, birtist náttúran í yfirnáttúrlegri sýn, að sjá er að lifa augnablikið, andartakið sem varir við, í huga, hjarta, tengir mig við veröldina, Guðs dýrlegu sköpun.
Gleði og dans
Þessi var unnin með myndinni Hjá ömmu og er af sömu stærð 30×40 máluð á striga með olíumálningu. Berglind Björk dansar hér glöð með hatt. Lauk við myndina haustið 2020.
Hjá ömmu
Þessi mynd er 30X40 máluð á striga með olíumálningu. Amma Bodda heldur þar á Helgu Maríu. Eins og aðrar myndir mínar hefur hún lengi verið í vinnslu en ég lauk henni svo síðastliðið haust, 2020.
Fimm fossa gangan upp með Jökulsá á Fljótsdal
Eitt af stóru áhugamálum mínum er að ferðast. Fátt jafnast á við gönguferðir úti í náttúrunni. Þessi ferð upp með Jökulsá á Fljótsdal að fimm fossum var óviðjafnanleg. Þá fékk ég þessa ágætu hugmynd að teikna þá og mála. Það var verkefni mitt í sumarfríinu. Búinn að teikna en rétt byrjaður að mála. Hér eru… Halda áfram að lesa Fimm fossa gangan upp með Jökulsá á Fljótsdal
Hádegissól í Hornvík
Þá er það seinni myndin frá Hornvík í hádegissólinni sem andsvar við miðnætursólina í Hvannadal. Þessar tvær myndir voru málaðar með þremur grunnlitunum og hvítum eftir litaaðferð van Goch sem mér fannst áhugverð þegar ég skoðaði listasafn hans í Amsterdam um árið.
Miðnætursól í Hvannadal í Hornvík
Miðnætursól í Hvannadal í Hornvík. Eitt síðasta málverkið mitt, fyrri mynd af tvennu. Olía 60 x 50 cm.
Eyjafjallajökull frá Þórsmörk
Þessa mynd teiknaði og litaði ég með pastellitum á staðnum en vann svo heima í olíu. Dýptin í myndinni er niður að læknum og upp til fjalla. Tröllið sat fyrir grafkyrrt. Endanlega útfærsla kláraðist seint og um síðir. Olíumálning, stærð 100 x 65 cm. minnir mig.
Tólfta hugvekja út frá ræðum Jesú – útbreiddur faðmur Guðs
Tólfta hugvekja út frá ræðum Jesú í Matteusarguðspjalli. Í Musterisræðunni tjáir Jesús sig um útbreiddan faðm Guðs og harm sinn í Mt. 23. 37-39. Jeremía var einn af spámönnunum sem höfðu spáð fyrir um eyðingu Jerúsalem, málverk Rembrant túlkar harm hans yfir borginni, sem sjá má með hugvekjunni. Altaristöflur Carl Bloch höfðu mikil áhrif hér… Halda áfram að lesa Tólfta hugvekja út frá ræðum Jesú – útbreiddur faðmur Guðs
Bláhúsið við Seyðisfjörð
„Bláhúsið við Seyðisfjörð“ er minningarljóð um föðurömmu og afa og þeirra börn samið og flutt á ættarmóti og þorrablóti ættarinnar 3. febrúar 2006. Þau bjuggu í litlu bláu húsi á Seyðisfirði, Jóhannes Sveinsson, úrsmiður og Elín Júlíanna Sveinsdóttir ættmóðirin.