Heilsusamar dýramyndir

Hvað getum við lært af dýrunum okkar? Dvöl í Hveragerði vakti athygli mína á því sem ég hafði gleymt en dýrin okkar kunna. Þau kunna að slaka á eins og Bingó, elsku hundurinn, sem kvaddi okkur síðast sumar. Þau kunna að horfa og sjá eins og Skotta, einn af köttunum okkar, drottningin á heimilinu. Þau… Halda áfram að lesa Heilsusamar dýramyndir

Bláfjall í Mývatnssveit

Vatnslitamynd af Bláfjalli í Mývatnssveit séð frá Lúdentsborum. Máluð eftir ljósmynd Eyþórs Inga Jónssonar, organista, með leyfi hans. Árangur af nokkurra vikna vatnslitanámskeiði í haust.

Ókláruð jólamynd

Sumir vita að ég held mikið upp á málverkið Undur fæðingarinnar eftir Boticelli frá um 1500. Ég hef verið að vinna að seríu út frá Davíðssálmum með smá snúningi eða uppfærslu. Fyrsta myndin, út frá Davíðssálmi 103, er með dansandi englum Boticelli á himnum en þeir eru af öllum kynþáttum og þjóðum hjá mér. Við… Halda áfram að lesa Ókláruð jólamynd

Published
Categorized as Myndlist

Í Krossanesborgum

Við Gerða systir fórum út í Krossanesborgir að mála vatnslitamyndir ekki til að skoða fugla. Það var norðanátt og kalt, rigndi á okkur í fuglaskoðunarkofanum. Með þrautseigju tókst okkur að mála. Í haust tók ég upp myndefnið og málaði við betri aðstæður eftir námskeið hjá Rannveigu Helgadóttur. Hér er árangurinn.

Bodda fer á ball

Nýleg kolateikning gerð í Myndlistaskóla Akureyrar. Kolin er kröftugur miðill. Myndin er ca 30×40 cm. Gerð eftir ljósmynd af tengdamóður minni.

Fimm fossa ganga upp með Jökulsá á Fljótsdal

Það eru nokkur ár síðan ég teiknaði myndirnar af fossunum fimm. Í vor málaði ég þær með olíulitum á striga sem síðasta verkefni í vor í Myndlistarskóla Akureyrar. Ég var byrjaður að mála en ákvað að mála þær allar aftur og aftur þar til ég yrði sáttur, sem sagt þykkt. Svo þróast þetta með sínum… Halda áfram að lesa Fimm fossa ganga upp með Jökulsá á Fljótsdal

Afmæli séra Friðriks

Teiknaði þessa mynd af séra Friðriki Friðrikssyni, æskulýðsleiðtoga, stofnandi KFUM og KFUK, félagsmálafrömuðu, sálmaskáld, vitnisburður um Drottin Jesú Krist. Fyrirmyndin var ljósmynd af öldungnum. Aldrei hitti ég hann en fékk að anda að mér andrúmslofti í séra Friðriksherbergi á Amtamannsstíg, félagsmiðstöð KFUM og KFUK, þegar ég var æskulýðsfulltrúi, innan um bækurnar hans og muni. Afmælisdagurinn… Halda áfram að lesa Afmæli séra Friðriks

Lys-serían nr. 3: Gítarleikarinn

Þá er það næsta mynd nr. 3 úr Lyst-seríunni. Gítarleikarinn. Læt ég liggja milli hluta hvaða listafólk var málað. Þeir sem vilja mega geta upp á hver þetta er. Ég naut þess að vera á kaffihúsinu með mínu fólki og hlusta á gítarleikarana spila. Gítarleikarinn, gjörið þið svo vel.

Lyst-serían

Í vetur hef ég stundað nám við Myndlistaskólann á Akureyri. Verkefni í janúar var m. a. að skipuleggja sig og þjálfa í sjálfstæðum vinnubrögðum. Ég ákvað að klára þriggja mynda seríu sem ég fékk hugmynd að á skemmtikvöldum á Kaffi Lyst í Lystigarðinum í desember sl. Helga María dóttir mín stakk upp á nafninu „Lyst-serían“,… Halda áfram að lesa Lyst-serían