Eftirfylgdin við Krist

Veturinn 2020-21 var sr. Guðmundur Guðmundsson með erindi í samstarfi við útvarpsstöðina Lindin um eftirfylgdina við Krist. Þau voru á miðvikudagsmorgnum kl. 9 og svo aðgengileg á appi-útvarpstöðvarinnar og hér á þessari síðu. Þetta eru stutt erindi með innskoti af tónlist og spjalli, um hálftíma þættir. Viðmælandi hans var Elín Steingrímssen sem tók upp þættina… Halda áfram að lesa Eftirfylgdin við Krist

Fjórða hugvekja út frá ræðum Jesú – ástarfaðir

Fjórða hugvekja út frá ræðum Jesú í Matteusarguðsjalli. Ástarfaðirinn út frá Mt. 7.7-11 í Fjallræðunni. Myndefni er m.a. málverk úr Kaupangskirkju í Eyjafirði eftir óþekktan málara en dæmigert siðbótarþema Jesús blessar börnin. Annað úr fórum höfundar.

Þriðja hugvekja út frá ræðum Jesú – trúartraust

Þriðja hugvekja út frá ræðum Jesú í Matteusarguðspjalli um trúartraust. Byggir á orðunum í Mt. 6.25-30 í Fjallræðunni. Ljósmyndir af fuglum teknar af Guðrúnu Eggertsdóttur. Aðrir myndir og teikningar gerði ég og loka og upphafslagið Ljós Guðs anda.  

Önnur hugvekja út frá ræðum Jesú – bæn hjartans

Önnur hugverkja af fjórtán út frá ræðum Jesú í Matteusarguðspjalli. Bæn hjartans út frá Mt. 6.5-8 í Fjallræðunni. Sálmurinn í upphafi og lok er þýðing mín á norskum sálmi J. Paulli Lær meg og kjenne dine veie, sunginn af kirkjukór Ólafsfjarðarkirkju. Textinn í heild hér á vefnum. Myndir sem bregður fyrir er m.a. altaristaflan í Hálskirkju í Fjóskadal og… Halda áfram að lesa Önnur hugvekja út frá ræðum Jesú – bæn hjartans

Skínandi andlit

Ræða flutt í Ólafsfjarðarkirkju á síðasta sunnudegi eftir þrettánda 2. ferbrúar 2020. Textinn var ummyndunin á fjallinu, uppáhaldstexti í uppáhaldsguðspjalli, Mt. 17.1-9. Efnið: En ég tel að ef við göngum út frá skynseminni einni þá skynjum við aðeins tilveru okkar að hluta. Við skynjum hana í raun bæði með huga og hjarta. Í daglegri bæn… Halda áfram að lesa Skínandi andlit

Fasta: Að iðrast í sekk og ösku

Barátta trúarinnar: Guðsþjónusta í Siglufjarðarkirkja 1. Sunnudag í föstu – 9. mars 2014. Upphaflega flutt í Kaupangskirkju á 1. sd. í föstu 2011. Lagt út frá Lk. 22. 24-32, B textaröð. 

Frelsi, siðbót eða bylting

Ræða flutt á siðbótardaginn í Glerárkirkju 30. september 2016. Það var daginn eftir kosningar. Textar dagsins voru: Jer 31.31-34; Róm 3.21-28; Jóh 8.31-36. Þema ræðunnar voru orð Jesú í guðspjallinu: „Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls“. Og: „Ef sonurinn frelsar ykkur munið þið sannarlega vera frjáls“. Það voru sungnir sálmar eftir Lúther: Upphafssálmur sb. 335: Guð helgur andi; Lofgjörðarvers… Halda áfram að lesa Frelsi, siðbót eða bylting

Íhugun að kvöldi dags á kyndilmessu

Ræða flutt á kyndilmessu 2. febúar 2014 í Möðruvallakirkju í Hörgárdal sem bar upp á sunnudag. Sungnir voru kvöldsálmar og guðspjallið lesið úr Lúkasarguðspjalli 2, 22-35. Textar skv. Alternative Common Book of Prayer bls. 1061: Mal. 3, 1-5 , 1. Pét. 2, 1-10, Lúk. 2, 22-35

Tal við Guð um ástina

Góði Guð, ástin er undursamleg gjöf þín. Þegar illa liggur á mér, skil ég ekki að nokkur skuli elska mig. Þegar ég er einmana, geri ég allt til þess að verða sem elskulegastur. Æ, hvað ég þrái að vera elskaður! Hvort er auðveldara, að vera elskaður eða að elska?