Hugleiðingar, ljóð og myndir
Vertu Velkomin(n) til að hugleiða með mér og njóta ljóða og mynda sem komið hafa til mín. Þetta æskumálverk mitt af hindinni við lindina segir eflaust mest um mig og það sem brennur á mér og birtist hér. Innblásturinn var Davíðssálmur 42: „Eins og hindin sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó Guð“. Af því eru sprottnar þessar hugleiðingar, ljóð og myndir, sem fyllt hafa mig gleði yfir því sem ég hef fundið hjá Guði
Ef þú ert að heimsækja vefinn í fyrsta sinn? Byrjaður hér

Hugleiðingar:
Ræður, erindi og skrif
Föstuprédikun mín í ár í anda Chagall
Hvít-Krossfesting eftir Chagall varð mér innblástur að þessu málverki. Má segja að það sé uppfærsla því, krossinn er erindi Guðs til mannskyns að Guð tekur stöðu með þeim þjáðu og kúguðu, alltaf, svo sá sem beitir…
Ofbeldi eða frelsi – Ræða í Akureyrarkirkju 12. sd. eftir trin., 22. ágúst 2021
TEXTAR: Lexía: Slm 86.9-13, 15 Pistill: Post 9.1-20 Guðspjall: Mrk 8.22-27 „Þegar Kristur kallar mann til fylgdar við sig kallar hann mann til að deyja“ D. Bonhoeffer Það er ótrúlega mikið af ofbeldi í veröldinni. Ekki þarf…
Vegur krossins – íhugun á föstudaginn langa
Á föstudaginn langa hafa verið íhugunarstundir við krossinn í Glerárkirkju, að þessu sinni setti ég saman íhugunarstund þar sem fylgt var Vegi krossins úr Bænabók Karls Sigurbjörnssonar biskups að hluta til. Ég valdi svo nokkur vers…
Ljóð, sálmar og bænir
Þú réttir fram hönd til hjálpar – þemasálmur bænavikunnar 2018
Þessi sálmur sem kom með efni alþjóðlegu og samkirkjulegu bænavikunnar 2018 heillaði mig svo að ég þýddi hann eins og hægt er að þýða. Hér flytja þær Helga Vilborg og Rúna lagið. Ég lagði þó…
Ljós Guðs anda
Hér er lokaútgáfa af sálminum mínum Ljós Guðs anda. Hann er bæn um að við mættum vera ljós í heimi, endurskin frá frumglæði ljóssins og skilja betur leyndardóm þjáningar Drottins. Hvaða þýðingu hefur krossinn fyrir…
Hvítasunnusálmur frá Suður-Ameríku
Á samkirkjulegri bænaviku á Akureyri 2015 var þessi sálmurinn frumfluttur í íslenskri þýðingu minni. Hann er eftir Simei Monteiro en 2. og 3. erindið er frumsamið í sama anda. Hann er ákall um komu andans…
Myndlist og áhugamál
Fimm fossa ganga upp með Jökulsá á Fljótsdal
Það eru nokkur ár síðan ég teiknaði myndirnar af fossunum fimm. Í vor málaði ég þær með olíulitum á striga sem síðasta verkefni í vor í Myndlistarskóla…
Afmæli séra Friðriks
Teiknaði þessa mynd af séra Friðriki Friðrikssyni, æskulýðsleiðtoga, stofnandi KFUM og KFUK, félagsmálafrömuðu, sálmaskáld, vitnisburður um Drottin Jesú Krist. Fyrirmyndin var ljósmynd af öldungnum. Aldrei hitti ég…
Lys-serían nr. 3: Gítarleikarinn
Þá er það næsta mynd nr. 3 úr Lyst-seríunni. Gítarleikarinn. Læt ég liggja milli hluta hvaða listafólk var málað. Þeir sem vilja mega geta upp á hver…
Fáðu sendar nýjar færslur á netfang

Um mig
Sæl. Ég heit Guðmundur Guðmundsson. Ég hef lengst af ævinnar starfað sem prestur, var vígður til embættis æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar, starfaði og þróaði fermingarbarnamót í Skálholti og Vatnaskógi. Framhaldsnám í guðfræði stundaði ég í Osló, Uppsölum, Kaupmannahöfn og London. Fræðslumál hafa verið mér hjartans mál alla tíð og síðustu áratugi hef ég lagt áherslu á það í starfi mínu sem héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi! Read more