Litla kapellan í Vatnaskógi

Undanfarið hef ég ásamt ágætum félögum mínum verið að skrifa kafla í bókinni Hér á ég heima – 100 ára afmæli Vatnaskógar. Hugurinn hefur hvarflað til þess tíma þegar ég starfaði þar með frábæru fólki. Ég er óendanlega þakklátur fyrir starfið í Vatnaskógi og helgi staðarins. Auðvitað vil ég hvetja alla til að gerast áskrifendur… Halda áfram að lesa Litla kapellan í Vatnaskógi

Húsið hans afa í Miðtúni, Þorkels Bergssonar

Húsið hans afa í Miðtúni á Selfossi varð mér guðdómlegt skjól þegar veröldin mín hrundi á unglingsárum, draumar brustu og vonir dvínuðu. Þá var móðurafi minn mér ljós Guðs, náð og blessun. Húsið, þar sem eilífðin er í andartaki dauðlegs manns, sem fer með bæn til Frelsarans, minnir mig á himinsins her og hallir Guðs,… Halda áfram að lesa Húsið hans afa í Miðtúni, Þorkels Bergssonar

Published
Categorized as Ljóð

Hver er ég?

Hver er ég? Efnahvörf og rafboð, örsmá vera í alheimi um litla stund, þó hugsandi efni sem veit af sér á meðan er. Mikið undur er það að sjá sólina rísa og lýsa, tunglið um nætur ganga sína leið, stjörnuhiminn óravíddir birta, og hug minn greina, að ég er hluti af þessu öllu, undrast að… Halda áfram að lesa Hver er ég?

Þegar hugsun mín slokknar

Hvað verð ég þegar hugsun mín slokknar? Þegar ég hætti að vita af mér, þegar líkami minn sundrast hætti ég þá að vera ég? Dauði. Endalok. Þó veit ég að lífið heldur áfram, tilveran er sem betur fer ekki háð minni vitund.  Hún er stærri en svo.Þó að vitund mín slokkni þá ert þú eilíf vitund… Halda áfram að lesa Þegar hugsun mín slokknar

Heilög kvöldkyrrð

Heilög kvöldkyrrð vonir vekur, værð og friður ríkir brátt. Stjörnuhiminn hugann tekur, hrífur geislaflóð dimmblátt. Blærinn skrjáfar, skógarkliður, söngur fugla þagnar nú. Lágvær heyrist lækjarniður líkt og vögguvísa undur bljúg. Verkamaður vinnulúinn vill nú heim að hvíla sig, heima bíða börn og frúin, brosa mót’ honum ástúðleg. Sjómaðurinn öldufaldi undan sleppur’ á hinstu stund. Gleðst… Halda áfram að lesa Heilög kvöldkyrrð

Published
Categorized as Ljóð

Sumardagurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti, fönninn gefur sig, hér brýst úr ísaböndum áin, vorsól yljar mönnum, magnar fuglasöng, nú ljósið skín og lífsins þráin. Geng ég gegnum skóginn, geislar lífga brum, og moldin ilmar, vil ég vinna þarfaverk af krafti, kallar jörð á mig, ég glaður vil því verki sinna. Lítil skógarplanta, leyndist undir snjó, og birkikvistinn braut… Halda áfram að lesa Sumardagurinn fyrsti

Published
Categorized as Ljóð

Ævisaga mín eða mannamót

Búdda, Camus og Kristur.

Ég var orðinn leiður á Meistara mínum og mátti til að reyna eitthvað nýtt. Ég kvaddi með virtum og hélt út í heiminn, en himininn brosti þó við mér blítt. Á göngunni mætti ég manni sem sagði, að mín uppljómun væri að losa mig frá öllu sem tengdi mig tilveru lífsins og takmarkið væri að… Halda áfram að lesa Ævisaga mín eða mannamót

Published
Categorized as Ljóð

Guð, hann dó í gær – Hvíldardagurinn mikli

Skrýtnasti dagur ársins er í dag – hvíldardagurinn mikli. Ljóðið, Guð, hann dó í gær, er skelfileg íhugun þessa dags, þegar Guð hvíldi í mannlegri gröf. Hverju breytir Guð í raun og veru í mannlegri veröld? Hvert leiða hugsanir trúarbragða og lífskoðanna okkur menn?

Published
Categorized as Ljóð

Tal við Guð með Emmausförunum

Drottinn, ég þarf að bera fram kvörtun. Skynsemistrúarmennirnir gera gys að mér, vegna þess að ég trúi á upprisu dauðra. Þeim finnst það hlægilegt og botna ekkert í því að það skiptir mig svo miklu.

Móðurást

Raunsæi og rómantík eru engar andstæður heldur mismunandi sjónarhorn á tilverunni. Þetta ljóð um móðurástina sem ég helga minningu móður minnar ósjálfrátt er glettin ádeila á hönnun skaparans, skemmtileg snilld hjá honum, en um leið þakklæti fyrir ástina, móðurástina, lífið. Með fylgir mynd af henni og mér sem ég held mikið upp á og fjölskyldu… Halda áfram að lesa Móðurást

Published
Categorized as Ljóð