Heilög kvöldkyrrð

Heilög kvöldkyrrð vonir vekur, værð og friður ríkir brátt. Stjörnuhiminn hugann tekur, hrífur geislaflóð dimmblátt. Blærinn skrjáfar, skógarkliður, söngur fugla þagnar nú. Lágvær heyrist lækjarniður líkt og vögguvísa undur bljúg. Verkamaður vinnulúinn vill nú heim að hvíla sig, heima bíða börn og frúin, brosa mót’ honum ástúðleg. Sjómaðurinn öldufaldi undan sleppur’ á hinstu stund. Gleðst… Halda áfram að lesa Heilög kvöldkyrrð

Published
Categorized as Ljóð

Sumardagurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti, fönninn gefur sig, hér brýst úr ísaböndum áin, vorsól yljar mönnum, magnar fuglasöng, nú ljósið skín og lífsins þráin. Geng ég gegnum skóginn, geislar lífga brum, og moldin ilmar, vil ég vinna þarfaverk af krafti, kallar jörð á mig, ég glaður vil því verki sinna. Lítil skógarplanta, leyndist undir snjó, og birkikvistinn braut… Halda áfram að lesa Sumardagurinn fyrsti

Published
Categorized as Ljóð

Ævisaga mín eða mannamót

Búdda, Camus og Kristur.

Ég var orðinn leiður á Meistara mínum og mátti til að reyna eitthvað nýtt. Ég kvaddi með virtum og hélt út í heiminn, en himininn brosti þó við mér blítt. Á göngunni mætti ég manni sem sagði, að mín uppljómun væri að losa mig frá öllu sem tengdi mig tilveru lífsins og takmarkið væri að… Halda áfram að lesa Ævisaga mín eða mannamót

Published
Categorized as Ljóð

Guð, hann dó í gær – Hvíldardagurinn mikli

Skrýtnasti dagur ársins er í dag – hvíldardagurinn mikli. Ljóðið, Guð, hann dó í gær, er skelfileg íhugun þessa dags, þegar Guð hvíldi í mannlegri gröf. Hverju breytir Guð í raun og veru í mannlegri veröld? Hvert leiða hugsanir trúarbragða og lífskoðanna okkur menn?

Published
Categorized as Ljóð

Tal við Guð með Emmausförunum

Drottinn, ég þarf að bera fram kvörtun. Skynsemistrúarmennirnir gera gys að mér, vegna þess að ég trúi á upprisu dauðra. Þeim finnst það hlægilegt og botna ekkert í því að það skiptir mig svo miklu.

Móðurást

Raunsæi og rómantík eru engar andstæður heldur mismunandi sjónarhorn á tilverunni. Þetta ljóð um móðurástina sem ég helga minningu móður minnar ósjálfrátt er glettin ádeila á hönnun skaparans, skemmtileg snilld hjá honum, en um leið þakklæti fyrir ástina, móðurástina, lífið. Með fylgir mynd af henni og mér sem ég held mikið upp á og fjölskyldu… Halda áfram að lesa Móðurást

Published
Categorized as Ljóð

Bláhúsið við Seyðisfjörð

„Bláhúsið við Seyðisfjörð“ er minningarljóð um föðurömmu og afa og þeirra börn samið og flutt á ættarmóti og þorrablóti ættarinnar 3. febrúar 2006. Þau bjuggu í litlu bláu húsi á Seyðisfirði, Jóhannes Sveinsson, úrsmiður og Elín Júlíanna Sveinsdóttir ættmóðirin.

Tungl og hjarta yfir Akureyri

Fann þessar vísur á skrifborðinu mína í blaðabunka. Eina nóttina horfði ég yfir á Vaðlaheiði í tunglskini meðan hjartað sló í heiðinni, rafmagnsljós sem mynduð hjarta, til að lýsa upp skammdegið, eins og rauðu ljósin í umferðaljósunum.

Published
Categorized as Ljóð

Neyðin hefur andlit

Næstkomandi sunnudag, 1. sunnudag í aðventu hefst jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar. Neyðin hefur andlit er hugleiðing um hjálpar- og líknarstarf kirkjunnar, þá stöðu sem trúaður maður tekur gagnvart meðbróður og -systur. Gjafarinn er Guð einn. Okkur sem meira er gefið en öðrum höfum hlotið meiri ábyrgð að gefa með okkur, því ekkert af því er okkar,… Halda áfram að lesa Neyðin hefur andlit

Published
Categorized as Ljóð

Jesús ruglukollur eða Guðs sonur að fyrirgefa syndir

Ræða flutt í Ólafsfjarðarkirkju 19. sunnudag eftir þrenningarhátíð 2. október 2016. Kirkjukórinn söng í guðsþjónustunni sálminn minn Vísa mér, Guð, á vegu þína, sem ég birti hér á vefnum fyrir nokkrum dögum. Guðspjallið var úr Matteusarguðspjalli 9: 1-8 um lama manninn sem borinn var til Jesú. En Jesús fyrirgaf honum syndirnar og sagði: „Vertu hughraustur,… Halda áfram að lesa Jesús ruglukollur eða Guðs sonur að fyrirgefa syndir