Hver er ég?

Hver er ég?
Efnahvörf og rafboð,
örsmá vera í alheimi um litla stund,
þó hugsandi efni
sem veit af sér á meðan er.

Mikið undur er það
að sjá sólina rísa og lýsa,
tunglið um nætur ganga sína leið,
stjörnuhiminn óravíddir birta,
og hug minn greina,
að ég er hluti af þessu öllu,
undrast að vera til,
skapaður í Guðs mynd.

Takk Guð fyrir að þú hefur gefið mér
vit til að skilja, þrá til þín,
sem ert á bakvið undur
sköpunarinnar.

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: