Drottinn Kristur kominn er – þannig byrjar eftirfarandi jólasálmur. Hann var lengi í smíðum hjá mér og lauk ég við hann 2014. Oft hef ég notað vísuorð úr honum í ræðum: Móðurfaðmur Guðs fær gætt, Guð og heimur mætast. Nú hef ég lokið við lítið lag sem ég raulaði oft við sálminn og vil deila… Halda áfram að lesa Jólasálmur
Author: Guðmundur Guðmundsson
Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
Þrjár landslagsmyndir – minningar frá sumrinu 2022
Þá hef ég verið á námskeiði í olíumálningu við Myndlistaskólann á Akureyri. Hér eru þrjár landslagsmyndir – minningar frá síðast liðnu sumri. Við hjónin fórum í Hvalvatnsfjörð með systur hennar og manni um mitt sumar. Í september gengum við upp á Heljardalsheiði, en á leiðinni niður af heiðinni var birta og skuggar áhugaverðir við vörðuna… Halda áfram að lesa Þrjár landslagsmyndir – minningar frá sumrinu 2022
Þrjár landslagsmyndir
Einþrykk með akrýlmálningu – stærð ca. 15×15 cm. Myndaljóð í fáum pensilstrokum og litaþrykki, birtist náttúran í yfirnáttúrlegri sýn, að sjá er að lifa augnablikið, andartakið sem varir við, í huga, hjarta, tengir mig við veröldina, Guðs dýrlegu sköpun.
Litla kapellan í Vatnaskógi
Undanfarið hef ég ásamt ágætum félögum mínum verið að skrifa kafla í bókinni Hér á ég heima – 100 ára afmæli Vatnaskógar. Hugurinn hefur hvarflað til þess tíma þegar ég starfaði þar með frábæru fólki. Ég er óendanlega þakklátur fyrir starfið í Vatnaskógi og helgi staðarins. Auðvitað vil ég hvetja alla til að gerast áskrifendur… Halda áfram að lesa Litla kapellan í Vatnaskógi
Gleði í skugga ógnar- páskaræða
Gleðilega páska! Við erum að halda mestu gleðihátíð í heimi! Vissuðið það? Það er önnur gleði en þegar fólk gengur syngjandi glatt úr bænum eftir ballið. Eða þegar liðinn fagna sigri. Eða þegar stríðslokum er fagnað. Gleði páskanna er annars kona og dýpri gleði og innilegri. Það er meira eins og fagna vini eftir langan… Halda áfram að lesa Gleði í skugga ógnar- páskaræða
Persónur píslarsögunnar og vitnisburður upprisunnar, 5. þáttur
Á páskadag 2017 skrifaði ég síðasta þáttinn um persónur píslarsögunnar sem ég hafði alltaf ætlað mér að enda með vitnisburði upprisunnar. Ef það er sett á oddinn þá er upprisan miklu meira en að maður rísi upp frá dauðum. Ef menn hafna upprisu Krists og trúnni vegna þess að maður trúi ekki slíku fara þeir á… Halda áfram að lesa Persónur píslarsögunnar og vitnisburður upprisunnar, 5. þáttur
Persónur píslarsögunnar, 4. þáttur: Marta og María frá Betaníu hugleiða dauðann og eilífa lífið
Fjórði og næst síðasti þáttur Persónur píslarsögunnar og vitnisburður upprisunnar heitir: Marta og María frá Betaníu hugleiða dauðann og lífið eilífa. Þessi fjórði þáttur er samtal Mörtu og Maríu þar sem þær hugleiða dauðann og eilíft líf.
Persónur píslarsögunnar, 3. þáttur: Jóhannes annar af þrumusonunum verður postuli kærleikans
Þriðji þáttur um Persónur píslarsögunnar ber heitið: Jóhannes annar af þrumusonunum verður postuli kærleikans. Hann er í varðhaldi í helli á eyjunni Patmos gamall maður og talar við Drottinn sinn um hugleiðingar sínar um guðspjall sem hann er að móta í huga sínum.
Húsið hans afa í Miðtúni, Þorkels Bergssonar
Húsið hans afa í Miðtúni á Selfossi varð mér guðdómlegt skjól þegar veröldin mín hrundi á unglingsárum, draumar brustu og vonir dvínuðu. Þá var móðurafi minn mér ljós Guðs, náð og blessun. Húsið, þar sem eilífðin er í andartaki dauðlegs manns, sem fer með bæn til Frelsarans, minnir mig á himinsins her og hallir Guðs,… Halda áfram að lesa Húsið hans afa í Miðtúni, Þorkels Bergssonar
Hver er ég?
Hver er ég? Efnahvörf og rafboð, örsmá vera í alheimi um litla stund, þó hugsandi efni sem veit af sér á meðan er. Mikið undur er það að sjá sólina rísa og lýsa, tunglið um nætur ganga sína leið, stjörnuhiminn óravíddir birta, og hug minn greina, að ég er hluti af þessu öllu, undrast að… Halda áfram að lesa Hver er ég?