Fimm fossa ganga upp með Jökulsá á Fljótsdal

Það eru nokkur ár síðan ég teiknaði myndirnar af fossunum fimm. Í vor málaði ég þær með olíulitum á striga sem síðasta verkefni í vor í Myndlistarskóla Akureyrar. Ég var byrjaður að mála en ákvað að mála þær allar aftur og aftur þar til ég yrði sáttur, sem sagt þykkt. Svo þróast þetta með sínum… Halda áfram að lesa Fimm fossa ganga upp með Jökulsá á Fljótsdal

Lys-serían nr. 3: Gítarleikarinn

Þá er það næsta mynd nr. 3 úr Lyst-seríunni. Gítarleikarinn. Læt ég liggja milli hluta hvaða listafólk var málað. Þeir sem vilja mega geta upp á hver þetta er. Ég naut þess að vera á kaffihúsinu með mínu fólki og hlusta á gítarleikarana spila. Gítarleikarinn, gjörið þið svo vel.

Lyst-serían

Í vetur hef ég stundað nám við Myndlistaskólann á Akureyri. Verkefni í janúar var m. a. að skipuleggja sig og þjálfa í sjálfstæðum vinnubrögðum. Ég ákvað að klára þriggja mynda seríu sem ég fékk hugmynd að á skemmtikvöldum á Kaffi Lyst í Lystigarðinum í desember sl. Helga María dóttir mín stakk upp á nafninu „Lyst-serían“,… Halda áfram að lesa Lyst-serían

Þrjár landslagsmyndir – minningar frá sumrinu 2022

Þá hef ég verið á námskeiði í olíumálningu við Myndlistaskólann á Akureyri. Hér eru þrjár landslagsmyndir – minningar frá síðast liðnu sumri. Við hjónin fórum í Hvalvatnsfjörð með systur hennar og manni um mitt sumar. Í september gengum við upp á Heljardalsheiði, en á leiðinni niður af heiðinni var birta og skuggar áhugaverðir við vörðuna… Halda áfram að lesa Þrjár landslagsmyndir – minningar frá sumrinu 2022