Á páskadag 2017 skrifaði ég síðasta þáttinn um persónur píslarsögunnar sem ég hafði alltaf ætlað mér að enda með vitnisburði upprisunnar. Ef það er sett á oddinn þá er upprisan miklu meira en að maður rísi upp frá dauðum. Ef menn hafna upprisu Krists og trúnni vegna þess að maður trúi ekki slíku fara þeir á… Halda áfram að lesa Persónur píslarsögunnar og vitnisburður upprisunnar, 5. þáttur
Category: Skrif
Persónur píslarsögunnar, 4. þáttur: Marta og María frá Betaníu hugleiða dauðann og eilífa lífið
Fjórði og næst síðasti þáttur Persónur píslarsögunnar og vitnisburður upprisunnar heitir: Marta og María frá Betaníu hugleiða dauðann og lífið eilífa. Þessi fjórði þáttur er samtal Mörtu og Maríu þar sem þær hugleiða dauðann og eilíft líf.
Persónur píslarsögunnar, 3. þáttur: Jóhannes annar af þrumusonunum verður postuli kærleikans
Þriðji þáttur um Persónur píslarsögunnar ber heitið: Jóhannes annar af þrumusonunum verður postuli kærleikans. Hann er í varðhaldi í helli á eyjunni Patmos gamall maður og talar við Drottinn sinn um hugleiðingar sínar um guðspjall sem hann er að móta í huga sínum.
Persónur píslarsögunnar 2. þáttur: María móðir Drottins og íhugun orðsins
Nú má hlusta á annan þátt um Persónur píslarsögunnar: María móðir Drottins og íhugun orðsins. Það eru hjónin Fjalar Freyr Einarsson sem kynnir og Dögg Harðardóttir sem flytur vitnisburð Maríu. Íhugunin hefst með sálminum mínum Komu úr austri konungar þrír við lag John H. Hopkins. Það eru mæðgurnar Íris Andrésdóttir og Ragnhildur Ásgeirsdóttir sem syngja þennan jólasálm við… Halda áfram að lesa Persónur píslarsögunnar 2. þáttur: María móðir Drottins og íhugun orðsins
Persónur píslarsögunnar. 1. þáttur: Pétur postuli, fljótfær og mistækur maður
Í tilefni af 200 ára afmælis Hins íslenska biblíufélags 2017 samdi ég fjóra einþáttunga og samtöl. Ég nefndi þættina fjóra Persónur píslarsögunnar. Sama ár á páskadag lagði ég drög að fimmta þættinum um vitnisburð upprisunnar. Nú hef ég gengið frá þeim þætti og verða þeir allir fluttir á Lindinni nú á föstunni og páskum (2022).… Halda áfram að lesa Persónur píslarsögunnar. 1. þáttur: Pétur postuli, fljótfær og mistækur maður
Lof heimskunar – ræðan sem ég þorði ekki að flytja
Eftir lestur á bók Erasmusar Lof heimskunnar skrifaði ég þessa ræðu án þess að hika, smálagfæringar eftir á, en hún passaði ekki sem hugvekja í Taizé messu. Eða þorði ég ekki að flytja hana, þess vegna birti ég hana hér, til að ögra mér og þeim sem leggur í það að lesa ræðuna.
Einfaldar leiðbeiningar um bænina
Einfaldar leiðbeiningar um bænina Í læri hjá Marteini Lúther Guðmundur Guðmundsson, Héraðsprestur, 2017 Saga kirkjunnar hefur að geyma frásagnir um bænarinnar menn. Þeir, sem báru hita og þunga dagsins í starfi kirkjunnar, leituðu til uppsprettulindanna, þar sem þeir fengu þrótt til að halda áfram á ofsóknartímum og á tímum andvaraleysis. Bæn og kristnilíf er eitt og hið… Halda áfram að lesa Einfaldar leiðbeiningar um bænina
Faðir vorið markmið trúarinnar og lífsins
Faðir vorið markmið trúarinnar og lífsins eru hugleiðingar sem ég hef tekist á við aftur og aftur í gegnum tíðina, að bæn Drottins hafi að geyma markmið trúarinnar og kirkjunnar í heiminum. Þannig hugsaði hann bænina, eðlilega, tel ég. Það er efni sem ég hef unnið mikið með í sérgrein minni í guðfræði, missiologiu eða kristniboðsfræðum,… Halda áfram að lesa Faðir vorið markmið trúarinnar og lífsins