Hvítasunnuræða

Guðspjall: Jóh 14.23-31a Jesús svaraði: „Sá sem elskar mig varðveitir mitt orð og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gera okkur bústað hjá honum. Sá sem elskar mig ekki varðveitir ekki mín orð. Orðið, sem þér heyrið, er ekki mitt heldur föðurins sem sendi mig. Þetta hef ég talað til… Halda áfram að lesa Hvítasunnuræða

Föstuprédikun mín í ár í anda Chagall

Hvít-Krossfesting eftir Chagall varð mér innblástur að þessu málverki. Má segja að það sé uppfærsla því, krossinn er erindi Guðs til mannskyns að Guð tekur stöðu með þeim þjáðu og kúguðu, alltaf, svo sá sem beitir ofbeldi ræðst gegn Guði. Chagall var með í huga gyðingaofsóknir í Rússlandi á fyrri hluta 20. aldar. Ég uppfærði… Halda áfram að lesa Föstuprédikun mín í ár í anda Chagall

Published
Categorized as Ræður

Gleði í skugga ógnar- páskaræða

Gleðilega páska! Við erum að halda mestu gleðihátíð í heimi! Vissuðið það? Það er önnur gleði en þegar fólk gengur syngjandi glatt úr bænum eftir ballið. Eða þegar liðinn fagna sigri. Eða þegar stríðslokum er fagnað. Gleði páskanna er annars kona og dýpri gleði og innilegri.  Það er meira eins og fagna vini eftir langan… Halda áfram að lesa Gleði í skugga ógnar- páskaræða

Guð og merking

Þetta er boðskapurinn sem við höfum heyrt af honum og boðum ykkur: „Guð er ljós og myrkur er alls ekki í honum“. Ef við segjum: „Við höfum samfélag við hann,“ og göngum þó í myrkrinu, þá ljúgum við og iðkum ekki sannleikann. En ef við göngum í ljósinu, eins og hann sjálfur er í ljósinu,… Halda áfram að lesa Guð og merking

Published
Categorized as Ræður

Jesús og samverska konan við Jakobsbrunn – Ræða á Hólum

Ný þáttaröð mín á útvarpsstöðinni Lindinni hófst í febrúar. Þættirnir eru flutti á miðvikudögum kl. 9 og sunnudögum kl. 10. Þetta er fjórði þátturinn sem endaði að hluta sem ræða á Svalbarði og Grenivík sunnudaginn 13. febrúar. Ég fékk að láni heiti á erindaröðini titil á bók eftir Øivind Andersen I sjelesorg Hos Jesus eða… Halda áfram að lesa Jesús og samverska konan við Jakobsbrunn – Ræða á Hólum

Published
Categorized as Ræður

Jesús er hjá okkur, fylgir okkur og fer á undan – Ræða á kristniboðsdegi 2021

Ræða birt en ekki flutt vegna Covid. Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. 1. Inngangur Það er kristniboðsdagur. Ekki veit ég hvaða hugrenningartengsl þetta orð hefur í þínum huga? Kannski sérðu fyrir þér trúboða í gresjum Afríku í steikjandi hita undir tré að prédika fyrir hópi fólks.… Halda áfram að lesa Jesús er hjá okkur, fylgir okkur og fer á undan – Ræða á kristniboðsdegi 2021

Published
Categorized as Ræður

Eilíft ljós – Ræða á allra heilagra messu

Mér brá dálítið þegar var farið að tala um “dag dauðra” í kringum allra sálna messu. Það var í morgunútvarpinu og barnatímanum. Minnt var á sið m.a. í Mexíkó að halda veislu við leiði látinna ástvina þar um slóðir. Mér fannst þetta dálítið ónærgætið og krassandi að orða þetta svona „dagur dauðra“. Kannski minn tepruskapur.… Halda áfram að lesa Eilíft ljós – Ræða á allra heilagra messu

Published
Categorized as Ræður

Uppskeruhátíð – Guðsþjónusta á Grund 17. okt. 2021

Guðsþjónustan var tekin upp svo fleir gætu notið. Haustið með litadýrð og uppskeru af jörðum gefur tilefni til þakklætis. Skreytti ég altarið með ávöxtum trjánna og uppskeru úr garðinum mínum. Það er sumstaðar til siðs við slíkar guðsþjónustur að koma með eitthvað af uppskeru ársins til kirkju. Hugvekjan fylgir hér með um umhverfi og sköpun Guðs… Halda áfram að lesa Uppskeruhátíð – Guðsþjónusta á Grund 17. okt. 2021

Ræða – Davíðssálmar sungnir

Davíðssálmar hafa verið lesnir og sungnir við tíðargjörð í kirkjum um víða veröld í gegnum aldirnar alveg frá upphafi hennar. Tíðargjörð er reglulegt bænahald sem munkar og nunnur og vígðir þjónar kirkjunnar iðkuðu í það minnsta tvisvar á dag. Þannig voru dagarnir rammaðir inn með bæn. Eftir siðbót var tíðargjörð við dómkirkjurnar og í Skálholti… Halda áfram að lesa Ræða – Davíðssálmar sungnir

Published
Categorized as Ræður

Hugvekja um íhugun og bæn

Kyrrðarstund við íhugun – Ræða í Saurbæjarkirkju að kvöldi dags, 16. sd. eftir þrenningar, 19. sept. 2021 TEXTAR: Lexía: Job 5. 8-11, 17-18Pistill: Fil 1.20-26 Guðspjall: Jóh 11.32-45 „Það hugsar enginn annar þínar hugsanir í alheimi. Það biður enginn annar þína bæn til Guðs.“Sálmar og bænalíf Hugvekja um íhugun og bæn Það er komið kvöld og við… Halda áfram að lesa Hugvekja um íhugun og bæn

Published
Categorized as Ræður