Fegurð íslensku jólasálmanna

Á aðventunni hefur ég verið með umfjöllun um aðventu- og jólasálma og siði frá ýmsum löndum. Þættirnir voru upphaflega á útvarpsstöðinni Lindinni á aðventu og um jól 2020. Fyrsti þátturinn er um þá jólasálma sem mér finnst fallegastir hjá okkur Íslendingum og velti fegurðinni í þeim fyrir mér. Sálmurinn Sjá himins opnast hlið eftir Björn… Halda áfram að lesa Fegurð íslensku jólasálmanna

Published
Categorized as Erindi Tagged

Aðventu og jólasálmar frá Þýskalandi

Í 2. þætti um um aðventu og jól er fjallað um aðventu og jólasálma frá Þýskalandi. Hvaðan kemur aðventukransinn? Ég veltir fyrir mér góðum helgisiðum og heimilisguðrækni um aðventu og jól. Sálmarnir sem hann skoðaðir eru: Við kveikjum einu kertiá í þýðingu Lilju Kirstjánsdóttur. Hér leggur skip að landi eftir Sigurbjörn Einarsson með hliðsjón af… Halda áfram að lesa Aðventu og jólasálmar frá Þýskalandi

Published
Categorized as Erindi Tagged

Aðventu og jólasálmar frá Norðurlöndum

Hvaðan kemur Lúsíuhátíðin? Hvað með jólatréð? Þekking á táknum jólanna hjálpar okkur að meðtaka jólaboðskapinn: Ljósið, lífsins tré, bljómi, pílagrímaganga, stjarnan sem vegvísir. Sálmar sem er skoðaðir í þessum þætti eru Lúsíusöngurinn frá Svíþjóð, Jesús þú ert vort jólaljós eftir Valdimar Briem, Hin fegursta rósin er fundin eftir Brorson, Fögur er foldin eftir eftir Ingemann,… Halda áfram að lesa Aðventu og jólasálmar frá Norðurlöndum

Published
Categorized as Erindi Tagged

Jólasöngvar á Englandi og Lestrarnir níu

Jólasöngvar frá Englandi og Níu lestrarnir. Ensku jólasöngvarnir eru margskonar sumir með skemmtilegheit, jólasögunni eða djúpri trúarlegri hugsun. Spiluð eru þrjú dæmi: Litli trymbillinn, Einu sinni í ættborg Davíðs og God Rest Ye Merry Gentlemen. Þá eru fluttar þrjár þýðingar mínar eða samið með hliðsjón af þremur sálmum sem oft eru fluttir við jólasöngva: We… Halda áfram að lesa Jólasöngvar á Englandi og Lestrarnir níu

Published
Categorized as Erindi Tagged

Hugvekja um áramót og sálmar

Tíminn er gjarnan íhugunarefnið um áramót. Í þessum þætti velti ég vöngum um efnið og kynni nokkra áramótasálma og bænir frá ýmsum löndum, Þýskalandi, Íslandi, Ítalíu, Indlandi og Afríku í tilefni tímamótanna. Vitnað er í Bonhoeffer, Móðir Teresa og Frans frá Assisi. Valdimar Briem og Gísla í Uppsölum. Öll hafa þau eitthvað um tímann að… Halda áfram að lesa Hugvekja um áramót og sálmar

Published
Categorized as Erindi Tagged

Aðventa, jól og ármót

Frá haustinu 2020 hef ég verið með þætti á útvarpsstöðinni Lindinni um trúmál, útskýringar á ritum Biblíunnar og leiðsögn í trúarlífi. Í þáttum um síðustu jól var ég með þáttinn Aðventan og jólin. Þá fjallaði ég um aðventu- og jólaboðskapinn út frá siðum, sálmum og söngvum í þeim löndum þar sem ég hef verið búsettur… Halda áfram að lesa Aðventa, jól og ármót

Published
Categorized as Erindi Tagged

Jólahugvekja – hugleiðingar um jólasöngva á Englandi

Í útvapsþætti um síðustu jól var ég með þáttinn Aðventan og jólin, á útvarpsstöðinni Lindinni. Þá fjallaði ég um aðventu- og jólaboðskapinn út frá siðum, sálmum og söngvum í þeim löndum þar sem ég hef verið búsettur um lengri eða skemmri tíma eða þekki til. Síðasta þátturinn tengist áramótum.  Fjórði þátturinn var mikill jólaþáttur þar… Halda áfram að lesa Jólahugvekja – hugleiðingar um jólasöngva á Englandi

Published
Categorized as Erindi Tagged

Jólasálmur – Kristur af föðurnum fæddur

Hér birti ég lauslega þýðingu mína á þekktum enskum jólasálmi: Of the Father’s Love Begotten. Textinn eftir Marcus Aurulius C. Prudentius frá 4. öld, ensk þýðing e John M. Nealsen (1818-1866). Lagið er sléttsöngur frá 13. öld. Sótt í Hymnary.org.

Published
Categorized as Sálmar Tagged