Hvít-Krossfesting eftir Chagall varð mér innblástur að þessu málverki. Má segja að það sé uppfærsla því, krossinn er erindi Guðs til mannskyns að Guð tekur stöðu með þeim þjáðu og kúguðu, alltaf, svo sá sem beitir ofbeldi ræðst gegn Guði. Chagall var með í huga gyðingaofsóknir í Rússlandi á fyrri hluta 20. aldar. Ég uppfærði myndina með aðeins meir áherslu á gyðinglegan arf kristninnar, við lyftum sama bikar þjáningarinnar og eigum sameiginlega sögu um ofsóknir. Orð Pútíns um að Úkraínumenn sé stjórnað af nasistum eru hjákátleg. Hvers vegna berjast kristnir menn og menn sama hverrar skoðunar eða trúar þegar barnið ályktar vitrari en allir hershöfðingjar að stríð er gegn lífinu, málar mynd með fánum þjóðanna og er ofsótt fyrir vikið ásamt fjölskyldu sinni. Í myndinni minni blakta fánar á sínum rétta samhengi. Mættu þeir félagar Pútín og patríarkinn í Moskvu lesa Gegn stríði eftir Erasmus frá Rotterdam, sem hann skrifaði 1517. Og ég spyr með orðum Davíðssálms 13: „Hversu lengi?“
