Þrjár landslagsmyndir – minningar frá sumrinu 2022

Þá hef ég verið á námskeiði í olíumálningu við Myndlistaskólann á Akureyri. Hér eru þrjár landslagsmyndir – minningar frá síðast liðnu sumri. Við hjónin fórum í Hvalvatnsfjörð með systur hennar og manni um mitt sumar. Í september gengum við upp á Heljardalsheiði, en á leiðinni niður af heiðinni var birta og skuggar áhugaverðir við vörðuna á miðri leið, séð niður í Svarfaðardal, og síðasta myndin er af Völlum í Svarfaðardal séð frá tjaldstæðinu á Húsabakka.

Myndirnar eru litlar, minni myndirnar 17X23 cm. Sú stærri 28X20 cm. Ég gerði ramma úr íslensku birki með því að fletta börkinn af nokkrum greinum og líma á rammana.

Þrjár landslagsmyndir - minningar frá sumrinu 2022
Þrjár landslagsmyndir – minningar frá sumrinu 2022
Hvalvatnsfjörður
Á leiðinni ofan af Heljardalsheiði
Vellir í Svarfaðardal

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: