Þrjár landslagsmyndir

Einþrykk með akrýlmálningu – stærð ca. 15×15 cm. Myndaljóð í fáum pensilstrokum og litaþrykki, birtist náttúran í yfirnáttúrlegri sýn, að sjá er að lifa augnablikið, andartakið sem varir við, í huga, hjarta, tengir mig við veröldina, Guðs dýrlegu sköpun.

Published
Categorized as Myndlist

Litla kapellan í Vatnaskógi

Undanfarið hef ég ásamt ágætum félögum mínum verið að skrifa kafla í bókinni Hér á ég heima – 100 ára afmæli Vatnaskógar. Hugurinn hefur hvarflað til þess tíma þegar ég starfaði þar með frábæru fólki. Ég er óendanlega þakklátur fyrir starfið í Vatnaskógi og helgi staðarins. Auðvitað vil ég hvetja alla til að gerast áskrifendur… Halda áfram að lesa Litla kapellan í Vatnaskógi