Litla kapellan í Vatnaskógi

Undanfarið hef ég ásamt ágætum félögum mínum verið að skrifa kafla í bókinni Hér á ég heima – 100 ára afmæli Vatnaskógar. Hugurinn hefur hvarflað til þess tíma þegar ég starfaði þar með frábæru fólki. Ég er óendanlega þakklátur fyrir starfið í Vatnaskógi og helgi staðarins. Auðvitað vil ég hvetja alla til að gerast áskrifendur að bókinni og kaupa hana. Langar til að deila með ykkur ljóði sem ég byrjaði á þegar ég dvali þar að vetri einn við skriftir, ljóð, um bænastaðinn minn, kapelluna, sem mörgum er kær. Það er við nýjasta lagið mitt síðan í ágúst. Teikningarnar eru frá vetrardvöl minni þá í Skóginum og í vikunni gerði ég einþrykk af annarri vetrarmyndinni.

Litla kapellan í dalnum

Með sínu lagi

Kapellan í dalnum
var dvalarstaður minn
að morgni, miðdegi og kveldi.
Í stormum var hún skjól mitt,
í sólskini mitt ljós,
um nótt í norðurljósa eldi.

Dvel þú hjá oss Drottinn
er dagur rís á ný,
með von og ást sem mikið megna.
Til starfa geng ég glaður
og Guði mínum syng
ég nýjan lofsöng lífsins vegna.

Dvel þú hjá oss Drottinn
er dagur stendur hæst,
ég fel þér von og vegu mína.
Ég gef þér dýrð af verki
með von um þína náð
og bæn um frið og blessun þína.

Dvel þú hjá oss Drottinn
því degi halla fer
í dalnum læðast langir skuggar.
Er flestir hvílast lúnir
ég læðist út til þín
sem opnar ástarfaðm og huggar.

Kapellan í Vatnaskógi

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: