Húsið hans afa í Miðtúni, Þorkels Bergssonar

Húsið hans afa í Miðtúni á Selfossi varð mér guðdómlegt skjól þegar veröldin mín hrundi á unglingsárum, draumar brustu og vonir dvínuðu. Þá var móðurafi minn mér ljós Guðs, náð og blessun.

Þorkell Bergsson
Þorkell Bergsson

Húsið, þar sem eilífðin er
í andartaki dauðlegs manns,
sem fer með bæn til Frelsarans,
minnir mig á himinsins her
og hallir Guðs, þótt lítið sé,
þar eru heilög óska vé.

Gamla mannsins blessunar bæn
var borin fram með djúpri þökk,
á reynslustund var röddin klökk,
samt sem áður auðmjúk og væn,
því Drottinn veitir veikum styrk
þótt vegferð manns sé hál og myrk.

Afi, gamli var grafinn í vor,
ég gekk um húsið tómt og hljótt,
þá komu þessir þankar skjótt,
bráðum held ég mín hinstu spor,
en helgar bænir vara við
eitt andartak um eilífð ég bið.

Guðm. G.

Published
Categorized as Ljóð

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: