Guð, hann dó í gær – Hvíldardagurinn mikli

Skrýtnasti dagur ársins er í dag – hvíldardagurinn mikli. Ljóðið, Guð, hann dó í gær, er skelfileg íhugun þessa dags, þegar Guð hvíldi í mannlegri gröf. Hverju breytir Guð í raun og veru í mannlegri veröld? Hvert leiða hugsanir trúarbragða og lífskoðanna okkur menn?

Guð, hann dó í gær.
Fáir tók eftir því, held ég.
Kirkjan heldur áfram að prédika tilvist hans
og umhyggju, náð og trúfesti.
Meira að segja hélt jörðin áfram að snúast
þó að Drottinn væri lagður til hinstu hvíldar.

Merkilegt, að Guð breyti engu,
hvort hann sé til eða ekki,
í hugum manna.

Guð er svo margt í hugum manna.
Hann er tákn fylgismanna sinna,
fylkingarnar mætast með gunnfána sína
fremsta í flokki,  guðir í fremstu víglínu.
Menn berast á banaspjót,
pína, drepa, myrða, afhausa, slátra,
í nafni guðdómsins, sem þeir tilbiðja.

Guð er hugmynd í kolli manna.
En hverju breytir það ef hann deyr
í hugum manna. Hvað tilbiðja þeir þá?
Hugmyndir sínar og kerfi og völd.

Gunnfánarnir fremstir fara engu að síður.
Merktir stjörnum og röndum, sigðum og hamri,
rauðum punkti, rísandi sól,
krossum og draumi um heimsyfirráð.

Guð, rís upp og frelsa okkur
undan hugmyndum okkar um þig
að við megum eiga þig að sjálfan.
Tókst þú þér ekki aðeins sabbatshvíld einn dag?

Ekki skilja okkur eftir ein með hugmyndir okkar.
Vaknar þú ekki aftur að morgni?
Að við megum lifa.

Margir listamenn hafa tjáð þessa hjáguðadýrkun í list sinni:

Published
Categorized as Ljóð

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: