Bláhúsið við Seyðisfjörð

„Bláhúsið við Seyðisfjörð“ er minningarljóð um föðurömmu og afa og þeirra börn samið og flutt á ættarmóti og þorrablóti ættarinnar 3. febrúar 2006. Þau bjuggu í litlu bláu húsi á Seyðisfirði, Jóhannes Sveinsson, úrsmiður og Elín Júlíanna Sveinsdóttir ættmóðirin.

Tungl og hjarta yfir Akureyri

Fann þessar vísur á skrifborðinu mína í blaðabunka. Eina nóttina horfði ég yfir á Vaðlaheiði í tunglskini meðan hjartað sló í heiðinni, rafmagnsljós sem mynduð hjarta, til að lýsa upp skammdegið, eins og rauðu ljósin í umferðaljósunum.

Published
Categorized as Ljóð

Neyðin hefur andlit

Næstkomandi sunnudag, 1. sunnudag í aðventu hefst jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar. Neyðin hefur andlit er hugleiðing um hjálpar- og líknarstarf kirkjunnar, þá stöðu sem trúaður maður tekur gagnvart meðbróður og -systur. Gjafarinn er Guð einn. Okkur sem meira er gefið en öðrum höfum hlotið meiri ábyrgð að gefa með okkur, því ekkert af því er okkar,… Halda áfram að lesa Neyðin hefur andlit

Published
Categorized as Ljóð

Jesús ruglukollur eða Guðs sonur að fyrirgefa syndir

Ræða flutt í Ólafsfjarðarkirkju 19. sunnudag eftir þrenningarhátíð 2. október 2016. Kirkjukórinn söng í guðsþjónustunni sálminn minn Vísa mér, Guð, á vegu þína, sem ég birti hér á vefnum fyrir nokkrum dögum. Guðspjallið var úr Matteusarguðspjalli 9: 1-8 um lama manninn sem borinn var til Jesú. En Jesús fyrirgaf honum syndirnar og sagði: „Vertu hughraustur,… Halda áfram að lesa Jesús ruglukollur eða Guðs sonur að fyrirgefa syndir

Ljóð um krossinn

María og Jóhannes undir krossinum, hluti af krossfestingarmynd Grünewalds frá ca. 1515

Hugleiðing um krossinn eftir lestur á ritum Lúthers Um frelsi kristins manns og Ánauð viljans. Frelsið er innra frelsi en hefur víddir inn í samfélag raunveruleikans í tilbeiðslunni þegar við lifum Guð, treystum á hann. Trúin er ekki að gera heldur að vera.

Hafís í París

Daginn eftir loftslagsráðstefnuna í París samdi ég þessi erindi. Umhverfismál er stóra viðfangsefni samtímans. Það eru tímamót. Ekki aðeins leiðtoga þjóðanna heldur verðum við hvert og eitt að lifa í samræmi við Guð og menn og náttúru. Kveikjan var listaverk Ólafs Elíassonar og Minik Rosing sem höfðu látið flytja hafís frá Grænlandi á torg í París og… Halda áfram að lesa Hafís í París

Published
Categorized as Ljóð

Hafís í París – áramótaræða

Ræða flutt á gamlársdag á Siglufirði. Loftslagsráðstefnan í París var ofarlega á baugi eins og ég kemst að orði í ræðunni: „Það er byrjuð ný öld þar sem frelsi og kærleikur fara saman. Við getum ekki haldið fram hömlulausi frelsi til framtíðar, heldur verður frelsið að vera leitt af visku og kærleika til sköpunarinnar, náttúrunnar,… Halda áfram að lesa Hafís í París – áramótaræða

Fegurðin æðsta, list og trú

Ræðan var flutt við barokkmessu 17. október 2015 sem var á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar. Nemendur fluttu þar verk frá Barokktímanum og sungu. Ræðan er hér nokkuð aukinn og andar af hugðarefni mínu þennan októbermánuð um trú og list. Því miður heyrir þú ekki tónlistina lesandi góður en nokkrar myndir getur þú skoðað þar sem eru… Halda áfram að lesa Fegurðin æðsta, list og trú

Ský hins óþekkta

Á kyrrðardögum og kyrrðarstarfi hefur bókin The Cloud of the unknowing verið mér leiðarljós um tíma. Kyrrðarbænin (Centering Prayer) hefur þann grunn að vera. Það sem nú er kallað núvitund. Eftir lestur bókarinnar komu þessar hugleiðingar eftir að hafa verið í kyrrðinni, núinu, þar sem ég er og Guð. Hér með fylgir mynd sem Svavar… Halda áfram að lesa Ský hins óþekkta

Published
Categorized as Ljóð

Á meðal blindra

Ljóðið Á meðal blindra eru mínar vangaveltur um tilgang lífsins, sem leituðu á huga minn á ákveðnu tímabili í lífi mínu, tilvistarspurningarnar. Það kom sterkt upp í huga minn eftir að hafa verið með heimspekingum allan daginn með spurningarnar stóru undir.