Tungl og hjarta yfir Akureyri

Fann þessar vísur á skrifborðinu mína í blaðabunka. Eina nóttina horfði ég yfir á Vaðlaheiði í tunglskini meðan hjartað sló í heiðinni, rafmagnsljós sem mynduð hjarta, til að lýsa upp skammdegið, eins og rauðu ljósin í umferðaljósunum.

Tungl og hjarta yfir Akureyri

Tunglið og hjartað tala saman
tungumál dýpra hugsuninni.
Næturkyrrð bæin nóttinn vefur,
nem ég þá tóna Guðs í sinni.

Heyri ég sláttinn hjartans tifa,
hugsun um eyðimörk á hnetti.
Plánetan bláa – ljósið lætur
lífverur spretta á einum bretti.

Fegurð ég sé og fagna glaður,
fjarlægar vetrarbrautir geysa,
nærvera sálar nærir hjartað,
næstum ég lífsgátu má leysa.

Getur svo farið, Guð á himni,
gróðursnauð verði moldin frjóa,
maðurinn allur, eyðimörk jörðin?
Engum má tíma lengur sóa!

Guðm. G.

Published
Categorized as Ljóð

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: