Jesús fer á hátíð Jerúsalem til

Barnasálmurinn: Jesús fór á hátíð, er viðeigandi á pálmasunnudegi. Ég lauk við hann fyrir nokkru en eldri þýðingu gerði ég þegar ég var æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar (1987-1988). Lagið eftir Harald Herresthal. Oft er það nú svo að barnasálmarnir eru ekki síður talandi til fullorðinni vegna þess að þá reynir höfundurinn að skrifa fyrir barnið. Þetta er ágætur inngangur inn upphafi dymbilvikunnar, þegar við sláumst í för með Jesú í íhugun og bæn, leið krossins til lífsins.

Jesús fer á hátíð
Jerúsalem til,
ríður ösnufola,
fagna honum vil.

Auðmjúkur, án ytri
auðs og valds hann fer.
Krýndur þyrnikransi
kóngur okkar er.

Fagna góðum Guði,
gekk hann þessa leið,
til að frelsa börn sín,
bjarga þeim úr neyð.

Stundum verður myrkur
mannheim okkar í.
Jesús kemur aftur
allt þá skín á ný.

Hósíanna, Jesús,
ég vil fylgja þér
inn í helgidóminn,
dveldu þar hjá mér.

Guðm. G. þýddi

Innreið Jesú í Jerúsalem
Biblíumyndir Elsia Anna Wood

Published
Categorized as Sálmar

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: