Í tilefni af 60 ára afmæli mínu

Í tilefni af afmælinu birti ég hér lag og texta eftir mig. Það er í þakklæti til Guðs fyrir lífið sem hann gaf mér. Þökk fyrir að ég bjargaðist úr lífsháska tveggja ára. Þökk fyrir gæfu, vini og fjölskyldu en mest þakka ég fyrir að hann kallaði mig til fylgdar við sig. Í Vatnaskógi mætti Meistarinn mér við vatnið, þegar ég var leitandi kom hann til mín, ljósið handan vatnsins, síðan hefur hann verið Drottinn minn og Guð minn.

Í Vatnaskógi við vatnið

Þeir sem vilja gefa í tilefnum af mínu og annarra afmæli er bent á að styðja bræður okkar og systur í Afríku sem lifa við erfið kjör með því að gefa gjöf sem gefur, hænu eða geit og þau sem eru aflögufærari eitthvað meira. Með fyrirfram þökk. (Sjá www.help.is)

Hann fór um kring_nótur

Lagið hljómar svona í flutningi Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur sem syngur og Rúnu Þráinsdóttur á gítar.

Hann fór um kring og gerði gott,
hann græddi mein og rak á brott
allt illt sem fjötrar fallna menn.
Hann fer um kring og líknar enn.

Í Galíleu ljósið skein
sem lýsir eins og sólin ein
svo myrkrið víkur veröld í.
Hann vekur þjóðir enn á ný.

Við vatnið kall hans kom til mín,
að koma’ og fylgja sér, í sýn
ég sá hann koma, sé hann enn,
til sín hann kallar ennþá menn.

Hann fór um allt og gerði gott,
hann gekk svo langt að má á brott
með píslargöngu sekt og synd.
Hann sýnir oss þá fyrirmynd.

Þú lifir enn og leiðir mig
á lífsins vegi, krossins stig,
því ég er þinn, þú játning rétt
ert Jesús minn frá Nasaret.

                     Guðm. G.

Published
Categorized as Sálmar

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: