Daginn eftir loftslagsráðstefnuna í París samdi ég þessi erindi. Umhverfismál er stóra viðfangsefni samtímans. Það eru tímamót. Ekki aðeins leiðtoga þjóðanna heldur verðum við hvert og eitt að lifa í samræmi við Guð og menn og náttúru. Kveikjan var listaverk Ólafs Elíassonar og Minik Rosing sem höfðu látið flytja hafís frá Grænlandi á torg í París og raðað tólf ísklumpum upp eins og klukku til að vekja til umhugsunar. Hátturinn er sá sama og Hafísinn eftir Matthías Jochumsson sem ég vísa til:
Hafís í París
(Samið daginn eftir loftslagsráðstefnuna í París 2015)
Hafís bráðnar! Hlýnun lofts! Í París
heimsbyggð þingar, fólk upp þar rís,
heimur þangað horfir, framtíð sér.
Áður var hann Íslands forni fjandi,
fraus með heljarhrammi’ að landi.
Nú hann líf og ljós í skauti ber.
Meiri ógn er mannsins tæknivæðing.
Mannvitið vék fyrir græðgi, girnd.
Nú er ráð að náttúrunnar græðing
nái fram í allri sinni mynd.Öldin nýja undir lífsins merki
á að koma fram í góðu verki,
umhyggju um jörð og andrúmsloft.
Ferskur vindur, frelsi og kærleikur
fara saman, vonir manna eykur,
ef samhuga förum, finnumst oft.
Berum við í barmi, við og hinir,
bæði heill og ógn í för með sér.
Allir bera ábyrgð, systkin, vinir,
allt mannkyn á sama báti er.Heljarafl í himingeimnum sjáum,
Guðmundur Guðmundsson
hnötturinn er skel ein, að því gáum,
loft og vatn er góða gjöfin best.
Lifum svo að blessist stjarnan bláa,
beri ávöxt lífstréð himinháa,
biðjum Guð um grið og náð sem mest.
Barnið litla lyftir veikri hendi,
ljósaspil um norðurskautið berst,
jafnvægið, það frost og funa sendi,
frelsistákn á næturhimni sést.
