Umræða um dauðann – Ráðstefna: Að orða það sem erfitt er

malthing_20150310_bordiHér er tilvísun á ráðstefnu sem haldin var á Akureyri í mars 2015. Erindin voru sett á vefinn og eru aðgengileg hér og á efnisveitu kirkjunnar undir fullorðnir. Við sem héldum ráðstefnuna vildum koma efni hennar á framfæri og má gjarnan nota á fundum og námskeiðum, að hluta eða öllu leyti. Ykkur er velkomið að vera í sambandi við mig varðandi frekar upplýsingar. 

malthing_20150310_bordi

Málþingið var haldið á vegum Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis og Öldrunarheimila Akureyrar. Það var hugsað fyrir starfsfólk öldrunarheimila, sjúkrahúsa og heilsugæslu, kirkju, kirkjugarða og útfarastofnanna.

Markmið málþingsins var að opna umræðu um dauðann og því þessi yfirskrift: Að orða það sem erfitt er. Til að halda umræðunni áfram var ákveðið að taka erindin upp og gera þau aðgengileg á vefnum þeim sem komust ekki á málþingið eða vilja ryfja upp erindin sem þar voru flutt. Einnig má nota efnið á fundum og námskeiðum. Upptöku erindanna annaðist N4 á Akureyri.

Fyrirspurnum má beina til héraðsprests í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis:

Hér er auglýsingin fyrir málþingið sem gefur ágætt yfirlit um það sem fram fór og svo koma myndböndin þar fyrir neðan.

malthing_20150310_mynd

Auglýsingin á Pdf-formi til útprentunnar

Dagskrá: „Eitt sinn verða allir menn að deyja“ – Að orða það sem erfitt er – Dauðinn í samhengi líknarmeðferðar og samfélags. (Lengd 48 mínútur)

Fyrirlesari: Dr. theol. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúsprestur á líknardeild Landspítalans. 

Sr. Svavar A. Jónsson, sóknarprestur á Akureyri, var með inngangsorð þar sem hann þakkaði fundarmönnum þeirra ágætu störf við deyjandi og aðstandendur þeirra sem kvatt hafa. Dr. Guðlaug Helga nefndi í upphafi að hún hefði verið í undirbúningsnefnd að hliðstæðri ráðstefnu í Reykjavík: Listin að deyja. Hún byrjaði á erindið úr sálminum: Allt eins og blómstrið eina. Þá tók hún nokkur dæmi nær okkur í tíma um hverfuleika lífsins og dauða. Hún nefndi að mikil vitundarvakning hefði orðið varðandi umræðu um viðkvæm málefni en betur má gera. Hún tók nokkur dæmi úr doktorsritgerð sinni um viðhorf til dauðans og líknandi meðferð.

Við dánarbeð – stuðningur við deyjandi, aðstandendur og starfsfólk

Reynsla, verkefni og sjónarhorn sjúkrahúsprests (Lengd 24 mín.)

Fyrirlesari: Sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur á Sjúkrahúsinu á Akureyri 

https://youtu.be/xI1TBXhMaNs?list=PLWF9SudIp_tE_Ftx5p653kbApdruvbsr0

Sr. Guðrún fjallaði um sína aðkomu við dánarbeð sem sjúkrahúsprestur. Hún taldi það mikilvægt að vera starfsmaður stofnunarinnar, það fæli í sér samfellu í þjónustu og sveiganleika en mikilvægast að vera í teymi sjúkrahússins. Hefbundið helgihaldið er ekki stærsti þátturinn heldur að veita viðtöl og samveru með fólkinu sem þjónustuna þiggja. Hún er ekki bundin við trú eða trúarbrögð heldur er á forsendum þeirra sem til hennar leita.

Reynsla, verkefni og sjónarhorn starfsmanna ÖA. (Lengd 21 mín.)

Fyrirlesarar: Bryndís Þórhallsdóttir hjúkrunarfræðingur MS. ÖA. Harpa Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur MS. ÖA. 

https://youtu.be/aHuMbBY28zI?list=PLWF9SudIp_tE_Ftx5p653kbApdruvbsr0

 

Bryndís og Harpa greindu frá því hvernig líknandi- og lífslokameðferð er háttað á ÖA en þar er mikil reynsla við hjúkrun deyjandi og samskipti við aðstandendur þeirra. Þróunin hefur orðið sú að flestir deyja á öldrunarheimilunum eða 60-70 manns á ári. Áður var algengara að fólk dæi á sjúkrahúsinu. Á öldrunarheimilunum hefur verið rætt við íbúa um hvernig þeir vilji að lífslokum sínum sé háttað. Þær komu inn á að hugtakið „líknarmeðferð“ virðist vera misskilið orð og bentu á skilgreingu WHO. Markmið líknarmeðferðar er að auka lífsgæði allt til enda og fellur það vel að Edenstefnunni sem unnið er eftir á ÖA.

Við missi

Frásögn aðstandenda – Lífið heldur áfram – upplifun og reynsla. (Lend 23 mín.)

Innlegg: Karl Eskil Pálsson. 

https://youtu.be/qOk7ikL13uQ?list=PLWF9SudIp_tE_Ftx5p653kbApdruvbsr0

Karl Eskil greindi frá reynslu sinni af þjónustu ÖA sem hann taldi hafi verið til fyrirmyndar þó starfsfólk vinni undir miklu álagi. En einnig benti hann á ákveðin atriði sem snéru meira að skipulagi öldrunarþjónustunnar og það sem væri framundan í þeim málum í samfélaginu þar sem eldra fólki fjölgar hlutfallslega.

Frásögn starfsmanns – Lífið heldur áfram – upplifun og reynsla. (Lengd 15 mín.) 

Innlegg: Þorgerður Þorgilsdóttir, sjúkraliði ÖA. 

https://youtu.be/djfa9IFh20A?list=PLWF9SudIp_tE_Ftx5p653kbApdruvbsr0

Þorgerður sagði frá sínu starfi með deyjandi og aðstandendum þeirra. Hún notaði gjarnan ferðalíkinguna og sagði á líflegan hátt frá stuðningi og sorgarferli starfsmanna sem ástæða er að huga að og styðja þá að vinna úr. Þá sagði hún frá kveðjustund meðal heimilsfólksins.

Lokaorð (Lengd 5 mín.)

Halldór Guðmundsson, framkvæmdstjóri ÖA. 

https://youtu.be/96wc-DDU1pw?list=PLWF9SudIp_tE_Ftx5p653kbApdruvbsr0

Halldór dró saman meginþræði ráðstefnunnar og sagði að efnið yrði aðgengilegt á netinu. Hann þakkaði samstarfið og ráðstefnugestum komuna.

Published
Categorized as Starf

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: