Tal við Guð með Emmausförunum

emmaus_carravagioDrottinn, ég þarf að bera fram kvörtun.
Skynsemistrúarmennirnir gera gys að mér,
vegna þess að ég trúi á upprisu dauðra.
Þeim finnst það hlægilegt
og botna ekkert í því að það skiptir mig svo miklu.

Hvernig datt þér í hug að gera fagnaðarerindið þannig úr garði,
að það gengur þvert á skynsemina,
ögrar henni og setur hana hreinlega í uppnám?

Auðvitað finns mér verst að það kemur í veg fyrir
að ég geti talist til skynsamra manna,
fyrirgefðu mér, Drottinn, en ég er dálítið hégómlegur.

Engu að síður beiti ég skynsemi minni
eins og flinkasti skylmingamaður og vægi engu.
Þú finnur ábyggilega fyrir því þegar eggin þýtur um loftið
nærri þér og sjálfum mér
þegar ég stend í lausu lofti í efasemdum mínum.

Ég get vel hugsaði mér að finna
tenginguna milli efnisins og hugsunarinnar sem þú bjóst til.
Hún er skemmtilega ögrandi hugsunin um það
að efnið geti haft meðvitund um meðal annars ódauðleikann.

Æ, veistu, Drottinn minn,
að aðfinnslur skynsemistrúarmannanna
skipta mig minna en engu máli,
vegna þess að ég trúi ekki á skynsemina heldur þig.

Þú gengur með mér á veginum ennþá,
og ég tala við þig, Drottinn minn og Guð minn,
vakandi yfir hverju orði þínu,
sem kveikir í mér lífsanda þinn.

Já, þú ert hér,
þess vegna hrapa ég ekki,
þó að ég sé í lausu lofti.

Guðmundur Guðmundsson

emmaus_carravagio

CARAVAGGIO (f. 1571, d. 1610) Málverk af kvöldmáltíðinni í Emmaus í Þjóðarlistarsafninu í London. Emmausfararnir er texti annan dag páska, Lúk. 24. 13-35.

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: