Þú réttir fram hönd til hjálpar – þemasálmur bænavikunnar 2018

moses_red_sea_previtari
Förin yfir Rauðahafið eftir Andrea Previtali 1515-20 af Web Gallery of Art

Þessi sálmur sem kom með efni alþjóðlegu og samkirkjulegu bænavikunnar 2018 heillaði mig svo að ég þýddi hann eins og hægt er að þýða. Hér flytja þær Helga Vilborg og Rúna lagið. Ég lagði þó nokkuð af mínum þankagangi í  þýðinguna, raðaði erindunum upp svo þau mynduðu heild og bætti áttunda erindinu við til að ná inn þema vikunnar: „Hægri hönd þín, Drottinn, hefur gert sig dýrlega“ (2. Mós. 15.6). Lagið er frá Jamaika með skemmtilegri sveiflu, höfundurinn virtur tónlistamaður á Karabísku eyjunum. Meðfylgjandi mynd er af för Ísraels yfir Rauða hafið eftir Previtari, sem sagt er frá í 2. Mós. 15.

Þú réttir fram hönd
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir og Rúna Þráinsddóttir flytja 1., 3., 4. og 7. erindi

Lag: The right hand of God

Þú réttir fram hönd til hjálpar, Drottinn minn,
heyrir bæn og ákall fólks í neyð.
Þú þekkir sorg og tár,
þú þjáning hlaust og sár,
kom og þrautir lina, faðm mót oss breið.
 

Þú réttir fram hönd og skráir, Skapari,
sögu fólks sem mengar þína jörð.
Þú sem að réttar krefst
þar ranglæti við hefst,
þú oss ritar dóm þinn í sviðinn svörð.
 

Þú réttir fram hönd, leiðréttir, Frelsari,
rangindin öll, illsku, hatur, stríð.
Sjálfselsku hindra þú
og efldu með oss trú
að þú öllu snýrð til góðs svo um síð.
 

Þú réttir fram hönd að leiða, Lausnari,
lýð þinn réttan veg sem hirðir hjörð.
Í þoku er vor leið
og engan veginn greið,
en þú einn oss leiðir fram ófær skörð.
 

Þú réttir fram hönd með gæsku græðarans,
gefur þjóðum jarðar nýja von.
Þú snertir heimsins mein,
þín máttar orðin ein
lækna mannkyn helsjúkt, þú einn Guðs son.
 

Þú réttir fram hönd að sá sem sáðmaður,
sáir frelsi, von og ást um lönd.
Þú sameinar börn þín
að sól réttlætis skín,
tengir saman fólk við þig hönd í hönd.

Þú réttir fram hönd til hjálpar, Drottinn minn,
hefur oss upp niðurlæging úr.
Þú þekkir hvern einn mann,
með nafni nefnir hann,
ástar njótum þinnar, því þú ert trúr.
 

Þín hægri hönd vinnur máttarverk, ó Guð,
verk þín lofa þig um alla jörð.
Þín hægri hönd er sterk
og stórvirki þín merk,
þér því syngjum lofsöng og þakkargjörð.
 

Ísl. þýðing eftir Guðmund Guðmundsson
á texta eftir Patrick Prescod
Tónlist eftir Noel Dexter frá Jamaik
.

Published
Categorized as Sálmar

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: