Páskakveðja – Sannarlega upprisinn

IMG_8552
Upprisumynd úr Stærra-Árskógskirkju

Má nú hlusta á í flutningi Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur og Rúna Þráinsdóttur. Þakka ég þeim kærlega. Innblástur að þessum páskasálmi var gamla páskakveðjan: „Drottinn er upprisinn!“ Henni var svarað: „Hann er sannarlega upprisinn!“ (Lk 24.34). Upprisutrú kristinna manna er miklu meira en að maður rísi upp frá dauðum á þriðja degi. Hún er trú á að lífið sigrar, sköpunin, allar þjóðir, allt frelsist, rísi upp með Kristi heimurinn allur frá dauða. Það er trúarjátningin í þessum versum.

Sannarlega upprisinn

1. Drottinn vor er upprisinn.
Upphaf nýtt það merkir.
Hann lifir, sigrar, Lausnarinn,
losna fjötrar sterkir.

2. Öldum saman óljós þrá
um að Drottinn birtist
er uppfyllt nú er upp rís sá
er í glötun virtist.

3. Sköpunin sér bjarta brún
birta yfir löndum,
því leyst er hennar leynda rún,
losna skal úr böndum.

4. Allar þjóðir hylli hann,
himna ljósið skæra,
sem frelsa mannkyn fallið kann,
Frelsarann vorn kæra.

5. Sannarlega upprisinn
er vor Drottinn Kristur,
með honum rís upp heimurinn,
hverfur dauðans mistur.

Lagið er einfalt og samdi ég það til að bera uppi orðin og vitnisburðinn. Þær Helga Vilborg Sigurjónsdóttir og Rúna Þráinsdóttir flytja það hér við gítarundirleik:

Söngur og gítar
Sannarlega upprisinn_010602

Hér má hlusta á lagið í rafrænni kórútsetningu:

Nótur og texti á pdf-formi

Published
Categorized as Sálmar

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: