Ljóð um krossinn

María og Jóhannes undir krossinum, hluti af krossfestingarmynd Grünewalds frá ca. 1515

Hugleiðing um krossinn eftir lestur á ritum Lúthers Um frelsi kristins manns og Ánauð viljans. Frelsið er innra frelsi en hefur víddir inn í samfélag raunveruleikans í tilbeiðslunni þegar við lifum Guð, treystum á hann. Trúin er ekki að gera heldur að vera.

Hneykslunarhella
og hornsteinn kristninnar
er kross
sem gerir alla mína viðleitni
tortryggilega,
alla mína áreynslu að verða betri
vafasaman,
vegna þess að Guði verður ekki þjónað
með augnaþjónustu,
Guði er ekki treyst meðan við
reynum að ávinna athygli hans,
sonur hans einn er leiðin,
án þess að þóknast, án þess að gera,
án þess að þykjast,
að vera með honum, hjá honum,
Drottni mínum og Guði mínum,
í honum er ég Guðs barn,
án verðskuldunar, án erfiðis,
af náð einni. 
Treysti ég þér, Drottinn? Ég er þinn,
og þú Guð minn. 
Undir  krossinum stend ég
með Maríu og Jóhannesi
þar er ég hljóður, sé og horfi
á endalok þess að gera,
upphaf þess að vera
Guðs.
Húsavíkur-róðan. Einn af elstu útskornu íslensku krossunum. Krossinn er líka lífsins tré eins og sjá má af bruminu.

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: