Neyðin hefur andlit

Næstkomandi sunnudag, 1. sunnudag í aðventu hefst jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar. Neyðin hefur andlit er hugleiðing um hjálpar- og líknarstarf kirkjunnar, þá stöðu sem trúaður maður tekur gagnvart meðbróður og -systur. Gjafarinn er Guð einn. Okkur sem meira er gefið en öðrum höfum hlotið meiri ábyrgð að gefa með okkur, því ekkert af því er okkar, heldur Guðs. Þannig erum við öll smælingjar og þurfalingar. Vandinn er að lifa þannig.

Neyðin hefur andlit

Neyðin hefur andlit,
horfist í augu,
sé það kona sem biður,
barn, sem brosir í gegnum tárin,
örkumla maður, sem vonar
að einhver styðji hann.

Þú getur geymt myndina
í huga þér.
Jafnvel sagt einhver orð
til uppörvunar,
en það gagnast þeim ekki
fyrr en þú réttir þeim hönd,
binst þeim fátæku,
þeim minnstu bræðrum
og systrum Drottins,
börnum Guðs til eilífðar,
með Guði, eins og hann gerði.

Þegar þú viðurkennir að
þú ert smælingi og þurfalingur
með þeim sem biðja,
gráta og skjögra.
Þá finnur þú kærleikann í
augum náunga þíns.

Published
Categorized as Ljóð

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: