Heilög kvöldkyrrð vonir vekur, værð og friður ríkir brátt. Stjörnuhiminn hugann tekur, hrífur geislaflóð dimmblátt. Blærinn skrjáfar, skógarkliður, söngur fugla þagnar nú. Lágvær heyrist lækjarniður líkt og vögguvísa undur bljúg.
Verkamaður vinnulúinn
vill nú heim að hvíla sig,
heima bíða börn og frúin,
brosa mót’ honum ástúðleg.
Sjómaðurinn öldufaldi
undan sleppur’ á hinstu stund.
Gleðst hann yfir guðdómsvaldi,
Guð ástvinum veitir endurfund.
Fagna þú mín sál og sjáðu
sælu þá sem gefst svo þeim,
sem í trúnni stríðið háðu,
sjá þau vel til himins heim.
Stutt er ferðin, fyrr en varir
faðmar Jesús þína önd,
leið til hafnar hinstu farir
heim, minn Guð, á þína lífsins strönd.
Þýðing Guðm. G. á texta J. Th. Jacobsson
