Heilög kvöldkyrrð

Heilög kvöldkyrrð vonir vekur, værð og friður ríkir brátt. Stjörnuhiminn hugann tekur, hrífur geislaflóð dimmblátt. Blærinn skrjáfar, skógarkliður, söngur fugla þagnar nú. Lágvær heyrist lækjarniður líkt og vögguvísa undur bljúg. Verkamaður vinnulúinn vill nú heim að hvíla sig, heima bíða börn og frúin, brosa mót’ honum ástúðleg. Sjómaðurinn öldufaldi undan sleppur’ á hinstu stund. Gleðst… Halda áfram að lesa Heilög kvöldkyrrð

Published
Categorized as Ljóð