Kemur ljós kærleikans – Hvítasunnusálmur

Kemur ljós kærleikans er hvítasunnusálmur lauslega þýddur úr ensku. Hann er brennandi bæn um að huggarinn, andi kærleikans, eldur andans brenni burt úr hjartanu vonda löngun og kveiki í stað djúpa þrá eftir að líkjast Kristi. Það er lífið sem Guð gefur af náð sinni og við eigum kost á. Lagið er eftir Ralph Vaughan Willians (1872-1958)

Kemur ljós kærleikans,
komi til sérhvers manns,
í andanum og er á meðal sinna.
Huggari, kom þú nær,
hjörtunum ertu kær,
og kveiktu loga lífsins meðal þinna.

Lát eldinn brenna burt
banvæna girnd í duft
og öskunni í andvaranum feyktu.
Ljósið þitt skín á mig,
lít ég nú aftur þig
á veginum, þar vonarbjarmann kveiktu.

Veit mér þá líknarlund
Lausnarans er á grund
hann gekk og ekkert aumt þar mátti finna.
Klæddu mig skarti hans.
Hann kom til sérhvers manns
í auðmýkt til að elska, þjóna, sinna.

Vek þú mér löngun þá,
vakin af himins þrá,
er sigrar dýpstu sorg og dauðans vanda.
Náð sína öllum gaf
Guð sem við þiggjum af
að lifa um eilífð í heilögum anda.

Hlusta á lagið á ensku, sungið af kór King’s College, Cambridge:

Lagið afritað af hymnary.org af „public domain“ hér fyrir neðan má nálgast það á Pdf-formi með íslenska textanum. Það er velkomið að nota það við helgihald en vil gjarnan vita af því.

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: