Gleði og dans

Þessi var unnin með myndinni Hjá ömmu og er af sömu stærð 30×40 máluð á striga með olíumálningu. Berglind Björk dansar hér glöð með hatt. Lauk við myndina haustið 2020.

Published
Categorized as Myndlist

Hjá ömmu

Þessi mynd er 30X40 máluð á striga með olíumálningu. Amma Bodda heldur þar á Helgu Maríu. Eins og aðrar myndir mínar hefur hún lengi verið í vinnslu en ég lauk henni svo síðastliðið haust, 2020.

Fimm fossa gangan upp með Jökulsá á Fljótsdal

Eitt af stóru áhugamálum mínum er að ferðast. Fátt jafnast á við gönguferðir úti í náttúrunni. Þessi ferð upp með Jökulsá á Fljótsdal að fimm fossum var óviðjafnanleg. Þá fékk ég þessa ágætu hugmynd að teikna þá og mála. Það var verkefni mitt í sumarfríinu. Búinn að teikna en rétt byrjaður að mála. Hér eru… Halda áfram að lesa Fimm fossa gangan upp með Jökulsá á Fljótsdal

Heilög kvöldkyrrð

Heilög kvöldkyrrð vonir vekur, værð og friður ríkir brátt. Stjörnuhiminn hugann tekur, hrífur geislaflóð dimmblátt. Blærinn skrjáfar, skógarkliður, söngur fugla þagnar nú. Lágvær heyrist lækjarniður líkt og vögguvísa undur bljúg. Verkamaður vinnulúinn vill nú heim að hvíla sig, heima bíða börn og frúin, brosa mót’ honum ástúðleg. Sjómaðurinn öldufaldi undan sleppur’ á hinstu stund. Gleðst… Halda áfram að lesa Heilög kvöldkyrrð

Published
Categorized as Ljóð