Fimm fossa gangan upp með Jökulsá á Fljótsdal

Eitt af stóru áhugamálum mínum er að ferðast. Fátt jafnast á við gönguferðir úti í náttúrunni. Þessi ferð upp með Jökulsá á Fljótsdal að fimm fossum var óviðjafnanleg. Þá fékk ég þessa ágætu hugmynd að teikna þá og mála. Það var verkefni mitt í sumarfríinu. Búinn að teikna en rétt byrjaður að mála.

Hér eru fimm teikningar sem er fyrsta skref í þessari seríu. Mér finnst þær lofa góðu þegar ég hugsa um litameðferðina. Línurnar draga upp andrúmloftið eins og magnaðar laglínur. Eins og sjá má er þetta óttalegt krass en það er eitthvað við að krota það sem maður sér sem gerir myndina lifandi.

Fimm fossa ganga – Nr. 1

Fyrsti fossinn birtist eftir nokkra göngu. Þar hafði staðið bær á túni, leyfar af girðingu voru niður við ána.

Fimm fossa ganga – nr. 2

Þá birtist þessi fallegi foss þar sem sást upp eftir dalnum, hefði ekki verið svona lágskýjað hefði Snæfell sést en það birtist þegar ofar kom. Sólin lýsti upp hlíðina við og við.

Fimm fossa ganga – nr. 3

Þessi foss minnti á málverkið „Fjallamjólk“. Gulleitt jökulvatnið beljaði niður þröngt gljúfrið með gassagangi og drunum.

Fimm fossa ganga – nr. 4 – Faxi

Fjórði fossinn var mikilfenglegastur. Hengiflug niður í hylinn djúpa. Brattar brekkur kjarri vaxnar og grónar fram á klettabrún. Fossinn heitir Faxi.

Fimm fossa ganga – nr. 5 – Krikjufoss

Þá birtist Snæfell í skýjahjúp eins og Sínaí-fjall, guðsopinberun. Undir fjallinu blasti við Kirkjufoss í fjarlægð. Það var tekið að rökkva síðsumarskvöldið. Laugafell heldur langt undan svo það var bara að snúa við og hraða för niður dalinn fyrir myrkur.

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: