Tal við Guð um ástina

Góði Guð, ástin er undursamleg gjöf þín. Þegar illa liggur á mér, skil ég ekki að nokkur skuli elska mig. Þegar ég er einmana, geri ég allt til þess að verða sem elskulegastur. Æ, hvað ég þrái að vera elskaður! Hvort er auðveldara, að vera elskaður eða að elska?