Hádegissól í Hornvík

Þá er það seinni myndin frá Hornvík í hádegissólinni sem andsvar við miðnætursólina í Hvannadal. Þessar tvær myndir voru málaðar með þremur grunnlitunum og hvítum eftir litaaðferð van Goch sem mér fannst áhugverð þegar ég skoðaði listasafn hans í Amsterdam um árið.

Published
Categorized as Myndlist

Eyjafjallajökull frá Þórsmörk

Þessa mynd teiknaði og litaði ég með pastellitum á staðnum en vann svo heima í olíu. Dýptin í myndinni er niður að læknum og upp til fjalla. Tröllið sat fyrir grafkyrrt. Endanlega útfærsla kláraðist seint og um síðir. Olíumálning, stærð 100 x 65 cm. minnir mig.

Published
Categorized as Myndlist

Tólfta hugvekja út frá ræðum Jesú – útbreiddur faðmur Guðs

Tólfta hugvekja út frá ræðum Jesú í Matteusarguðspjalli. Í Musterisræðunni tjáir Jesús sig um útbreiddan faðm Guðs og harm sinn í Mt. 23. 37-39. Jeremía var einn af spámönnunum sem höfðu spáð fyrir um eyðingu Jerúsalem, málverk Rembrant túlkar harm hans yfir borginni, sem sjá má með hugvekjunni. Altaristöflur Carl Bloch höfðu mikil áhrif hér… Halda áfram að lesa Tólfta hugvekja út frá ræðum Jesú – útbreiddur faðmur Guðs

Bláhúsið við Seyðisfjörð

„Bláhúsið við Seyðisfjörð“ er minningarljóð um föðurömmu og afa og þeirra börn samið og flutt á ættarmóti og þorrablóti ættarinnar 3. febrúar 2006. Þau bjuggu í litlu bláu húsi á Seyðisfirði, Jóhannes Sveinsson, úrsmiður og Elín Júlíanna Sveinsdóttir ættmóðirin.

Ræða á konudegi: Lífsferill – ævisaga

Teikning af rósum, tákn kærleikans

Ræða á sd. í föstuinngangi fyrst flutt í Grundarkirkju í Eyjafjarðarsveit 2011 og ári síðar í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal 19. febrúar 2012 nokkuð breytt. Lagt út frá B-textaröð, Lk. 18. 31-34:

Sigling á Eyrarvatni

Sigling á Eyrarvatni

Í Vatnaskógi var þessi skúta sem ég skemmti mér oft við að sigla á góðum dögum. Myndina teiknaði ég um 1990. Stærð A3.

Published
Categorized as Myndlist

Hornbjarg

Þessa mynd málaði ég eftir nokkra daga gönguferð með Hafsteini og Herði Kjartanssonum sem eru ættaði úr Hælavík. Þarna sést yfir á Hornbjarg og horft niður í Hvannadal í kvöldkyrrðinni. Myndin er 45X35 cm. að stærð. 

Published
Categorized as Myndlist

Frelsi, siðbót eða bylting

Ræða flutt á siðbótardaginn í Glerárkirkju 30. september 2016. Það var daginn eftir kosningar. Textar dagsins voru: Jer 31.31-34; Róm 3.21-28; Jóh 8.31-36. Þema ræðunnar voru orð Jesú í guðspjallinu: „Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls“. Og: „Ef sonurinn frelsar ykkur munið þið sannarlega vera frjáls“. Það voru sungnir sálmar eftir Lúther: Upphafssálmur sb. 335: Guð helgur andi; Lofgjörðarvers… Halda áfram að lesa Frelsi, siðbót eða bylting

Opinberunarhátíð á þrettánda degi jóla

Ræða saman 2002 en þá bar þrettándinn upp á sunnudag og var dagurinn haldinn hátíðlegur í Akureyrarkirkju. Texti þrettándans er Matt. 2.1-11 um tilbeiðslu vitringanna. Hér birti ég sálminn: Drottinn Kristur kominn er.