“Við fætur Drottins” er staða kirkjunnar gagnvart Meistara sínum og Drottni. Málverk Johannes Vermeer Kristur í húsi Mörtu og Maríu finnst mér hrífandi og talandi og skemmtilega hollenskt. Á ferðalagi í Edenborg staldraði ég lengi við þessa mynd á Listasafni Skotlands (National Gallery of Scotland) þar sem myndin er og virti hana lengi fyrir mér.… Halda áfram að lesa Orð Guðs – Við fætur Drottins
Category: Myndlist
Myndir sem ég hef málað eða umfjöllun um myndlist og sérstaklega trúarlega.
Altiristaflan í Hálskirkju í Fnjóskárdal
Altaristaflan er dönsk og útvegaði séra Þorsteinn Pálsson til kirkjunnar á Hálsi og greiddi að hálfu skv. æviminningu hans eftir Arnljót Ólafsson sem kom út 1876. Þar segir:
Páskasálmur – tár Maríu í páskasólinni
Páskasálmurinn er saman út frá frásögninni um Maríu úti fyrir gröfinni á páskadagsmorgni í Jóhannesarguðspjalli 20. kafla. Þetta er ein tilfinningaríkasta frásögn guðspjallsins, um leið og hún er átakanlega sorgleg, hefur hún að geyma glettni sjónarvottsins, sem vafalítið hefur skemmt sér við að segja frá þessu atviki í söfnuðinum. Hún þekkti ekki Meistara sinn, hélt… Halda áfram að lesa Páskasálmur – tár Maríu í páskasólinni
Föstudagurinn langi – undir krossinum
Föstudagurinn langi, þverstæður lífsins, ljós og myrkur mætast, líf og dauði, eins og í þessari mynd eftir Maurice Denis frá ca. 1895, Fórnin á Golgata. Trúuð sál tekur sér stöðu með Maríu, móður Jesú, undir krossinum, íhugar og biður. Hér birtist mín þýðing á Stabat mater dolorosa, mín íhugun um þjáningu lífsins og trúna, guðfræði… Halda áfram að lesa Föstudagurinn langi – undir krossinum
Móðir Guðs á jörð
Jólaræða flutt 1998 í Grímsey og Nesi í Aðaldal og 2002 í Glerárkirkju. Kveikjan að henni var madonnumyndirnar mörgu sem málaðar hafa verið og frásaga Lúkasar sem ber þess merki að hann hafi rætt við Maríu. Stef úr einum af mínum jólasálmum er þemað: Móðurfaðmur Guðs fær gætt, Guð og heimur mætast. Guðspjallið sem lagt var út… Halda áfram að lesa Móðir Guðs á jörð