Gegn stríði – Ræðan sem ég varð að flytja

Þá er það hin ræðan í anda Erasmusar frá Rotterdam, sem ég varð að flytja. Nú er það bók Erasmusar Gegn stríði sem er andagiftin og uppgjör við siðbót eftir 500 ár. Þessi texti Erasmusar á vel við í dag þegar veröldin stendur frammi fyrir stríðsógn, nú eins og þá. Stríð er fáránleiki og brjálæði. Það… Halda áfram að lesa Gegn stríði – Ræðan sem ég varð að flytja

Hugvekjur og bænalestur í útvarpi í sumar 2017

Í sumar annaðist ég bænalestur í útvarpi 30. júní – 13. júlí. Það voru ritningarlestrar, hugvekjur og bænir. Ég byggði þessa fjórtán lestra á erindi sem ég flutti og er að finna hér á vefnum: Sálmar og bænir. Tilfinningar og stef Davíðssálma og sálma kirkjunnar. Viðfangsefni sem ég vonast til að geta fullunnið þegar fram líða stundir.… Halda áfram að lesa Hugvekjur og bænalestur í útvarpi í sumar 2017

Jesús fer á hátíð Jerúsalem til

Barnasálmurinn: Jesús fór á hátíð, er viðeigandi á pálmasunnudegi. Ég lauk við hann fyrir nokkru en eldri þýðingu gerði ég þegar ég var æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar (1987-1988). Lagið eftir Harald Herresthal. Oft er það nú svo að barnasálmarnir eru ekki síður talandi til fullorðinni vegna þess að þá reynir höfundurinn að skrifa fyrir barnið. Þetta er ágætur… Halda áfram að lesa Jesús fer á hátíð Jerúsalem til

Published
Categorized as Sálmar

Sáttargjörð – Kærleiki Krists knýr oss

Þessi sálmur var þemasálmur samkirkjulegra bænaviku 2017 saminn út frá yfirskrift hennar: Sáttargjörð – Kærleiki Krists knýr oss. 2. Kor. 5. 18. Hann er frumortur á þýsku af Thomas Stubenrauch og enskri þýðingu af Neville Williamson 2016. Lagið er eftir Peter Sohren 1668 en hefur svo verið breytt 1990 til þessarar myndar: Wenn ich, o Schöpfer,… Halda áfram að lesa Sáttargjörð – Kærleiki Krists knýr oss

Published
Categorized as Sálmar

Á leið til Betlehem

Sálmurinn er íhugun um ferð vitringanna til Betlehem. Það er texti birtingarhátíðarinnar eða þrettánda dags jóla, Mt. 2. 1-12. Hann er saminn við lagið: The Hills Are Bare at Betlehem. Sá texti er fyrirmynd að sálminum mínum en varla þýðing á textanum en í sama anda. Snorri Guðvarðarson, kirkjumálari, söng lagið á aðventustundum á Öldrunarheimilum Akureyrar… Halda áfram að lesa Á leið til Betlehem

Published
Categorized as Sálmar

Frelsari heims

Sendi hér jólakveðju til vina og vandamanna með þessum jólasálmi sem ég var að þýða fyrir jól. Hann er frá 6. öld og ber þess merki við sléttsöng en ég þýddi eða samdi með breytingum eftir írsk hjón og tónlistarfólk Kristyn og Keith Getty. Upphaflega lagið er í kirkjutóntegund heldur erfitt en þau aðlöguðu lagið Nú… Halda áfram að lesa Frelsari heims

Published
Categorized as Sálmar

Fyrsti jólasálmurinn

Upphaflega flutti ég þessa jólaræða í Glerárkirkju á jóladag 1999 og svo 2010 í Munkaþverárkirkju og 2016 í Ólafsfjarðarkirkju. Ég las ljóðið í ræðunni vers fyrir vers eins og R. E. Brown setur það upp og reyndi fyrir mér að útskýra textann í heild með einhvers konar prósaljóði. Aðkoma mín og krækja var, að eins… Halda áfram að lesa Fyrsti jólasálmurinn

Vísa mér, Guð, á vegu þína

Þessi sálmur hefur fylgt mér í nær fjörutíu ár. Nú er ég að ljúka þýðingu á honum og verður hann sunginn við guðsþjónustu á Ólafsfirði næst komandi sunnudag 2. október 2016. Það er 19. sunnudagur eftir þrenningarhátíð, prédikunartextinn er um lama manninn sem borinn var til Jesú. Jesús sagði við hann: „Barnið mitt syndir þínar… Halda áfram að lesa Vísa mér, Guð, á vegu þína