Þessi sálmur sem kom með efni alþjóðlegu og samkirkjulegu bænavikunnar 2018 heillaði mig svo að ég þýddi hann eins og hægt er að þýða. Hér flytja þær Helga Vilborg og Rúna lagið. Ég lagði þó nokkuð af mínum þankagangi í þýðinguna, raðaði erindunum upp svo þau mynduðu heild og bætti áttunda erindinu við til að… Halda áfram að lesa Þú réttir fram hönd til hjálpar – þemasálmur bænavikunnar 2018
Category: Sálmar
Sálmar frumsamdir og þýddir ásamt lögum og tilvísunum í myndlist og frásögn um tilurð þegar það á við.
Jólasálmur – Kristur af föðurnum fæddur
Hér birti ég lauslega þýðingu mína á þekktum enskum jólasálmi: Of the Father’s Love Begotten. Textinn eftir Marcus Aurulius C. Prudentius frá 4. öld, ensk þýðing e John M. Nealsen (1818-1866). Lagið er sléttsöngur frá 13. öld. Sótt í Hymnary.org.
Siðbótarsálmur frá Tékklandi
Textinn eftir Jiri Transloský en þýðing mín úr ensku eftir þýðingu Jaruslav J. Vajda, lagið eftir Pan Buh birtist í Gradual, Prague, 1567. Lag og texti hreif mig á guðfræðidögum á Hólum í vor. Þau Gordon Lathrop og Gail Ramsaw leiddu þar messu með endurnýjun skírnar og altarissakramenti eftir nýlegri helgisiðabók lúthersku kirkjunnar í Bandaríkjunum… Halda áfram að lesa Siðbótarsálmur frá Tékklandi
Gegn stríði – Ræðan sem ég varð að flytja
Þá er það hin ræðan í anda Erasmusar frá Rotterdam, sem ég varð að flytja. Nú er það bók Erasmusar Gegn stríði sem er andagiftin og uppgjör við siðbót eftir 500 ár. Þessi texti Erasmusar á vel við í dag þegar veröldin stendur frammi fyrir stríðsógn, nú eins og þá. Stríð er fáránleiki og brjálæði. Það… Halda áfram að lesa Gegn stríði – Ræðan sem ég varð að flytja
Uppskerusálmur í keltneskum anda
Mikið er talað um umhverfismál en rétt breytni verður ein til blessunar. Í þessari bæn stígum við í þá átt, biðjum um blessun Guðs og helgum okkar honum eins og keltneskir formæður og forfeður gerðu með þá hugsun að vera í sköpun Guðs, játast að vera sköpun Guðs, í hendi Guðs og úr henni er… Halda áfram að lesa Uppskerusálmur í keltneskum anda
Hugvekjur og bænalestur í útvarpi í sumar 2017
Í sumar annaðist ég bænalestur í útvarpi 30. júní – 13. júlí. Það voru ritningarlestrar, hugvekjur og bænir. Ég byggði þessa fjórtán lestra á erindi sem ég flutti og er að finna hér á vefnum: Sálmar og bænir. Tilfinningar og stef Davíðssálma og sálma kirkjunnar. Viðfangsefni sem ég vonast til að geta fullunnið þegar fram líða stundir.… Halda áfram að lesa Hugvekjur og bænalestur í útvarpi í sumar 2017
Í tilefni af 60 ára afmæli mínu
Í tilefni af afmælinu birti ég hér lag og texta eftir mig. Það er í þakklæti til Guðs fyrir lífið sem hann gaf mér. Þökk fyrir að ég bjargaðist úr lífsháska tveggja ára. Þökk fyrir gæfu, vini og fjölskyldu en mest þakka ég fyrir að hann kallaði mig til fylgdar við sig. Í Vatnaskógi mætti… Halda áfram að lesa Í tilefni af 60 ára afmæli mínu
Jesús fer á hátíð Jerúsalem til
Barnasálmurinn: Jesús fór á hátíð, er viðeigandi á pálmasunnudegi. Ég lauk við hann fyrir nokkru en eldri þýðingu gerði ég þegar ég var æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar (1987-1988). Lagið eftir Harald Herresthal. Oft er það nú svo að barnasálmarnir eru ekki síður talandi til fullorðinni vegna þess að þá reynir höfundurinn að skrifa fyrir barnið. Þetta er ágætur… Halda áfram að lesa Jesús fer á hátíð Jerúsalem til
Sáttargjörð – Kærleiki Krists knýr oss
Þessi sálmur var þemasálmur samkirkjulegra bænaviku 2017 saminn út frá yfirskrift hennar: Sáttargjörð – Kærleiki Krists knýr oss. 2. Kor. 5. 18. Hann er frumortur á þýsku af Thomas Stubenrauch og enskri þýðingu af Neville Williamson 2016. Lagið er eftir Peter Sohren 1668 en hefur svo verið breytt 1990 til þessarar myndar: Wenn ich, o Schöpfer,… Halda áfram að lesa Sáttargjörð – Kærleiki Krists knýr oss
Á leið til Betlehem
Sálmurinn er íhugun um ferð vitringanna til Betlehem. Það er texti birtingarhátíðarinnar eða þrettánda dags jóla, Mt. 2. 1-12. Hann er saminn við lagið: The Hills Are Bare at Betlehem. Sá texti er fyrirmynd að sálminum mínum en varla þýðing á textanum en í sama anda. Snorri Guðvarðarson, kirkjumálari, söng lagið á aðventustundum á Öldrunarheimilum Akureyrar… Halda áfram að lesa Á leið til Betlehem