Jólasálmur – Kristur af föðurnum fæddur

Maddonumynd

Hér birti ég lauslega þýðingu mína á þekktum enskum jólasálmi: Of the Father’s Love Begotten. Textinn eftir Marcus Aurulius C. Prudentius frá 4. öld, ensk þýðing e John M. Nealsen (1818-1866). Lagið er sléttsöngur frá 13. öld. Sótt í Hymnary.org.

Kristur af föðurnum fæddur
frá eilífð er, dimmt var þar
djúpið tóma – dögun heimsins –
Drottinn lífsins ljósið var,
orð, sem skóp og allt upplýsti.
Öll sólkerfi’ í hendi bar
frá eilífð til eilífðar.

Streyma geislar guðdómlegir
gegnum alla heima enn.
Óravídd og öreind geyma
undur lífs og leynd í senn,
ljúkast upp er lífsins Drottinn
litið fá dauðlegir menn
frá eilífð til eilífðar.

Hann, sem var og verður alltaf,
vitjar heims, er barn við brjóst
móður sinnar, lítill lófi
leitar hennar, eftir ást.
Gjafari alls opnar arma,
öllum má það vera ljóst,
frá eilífð til eilífðar.

Drottinn Jesús, dýrðar ljós Guðs
dögunar í heimi hér,
birtist ástúðlegur lífsins
Lausnara vor, mér og þér.
Barnið litla bar uppi’ heiminn.
Barnarétt hann gaf með sér
frá eilífð til eilífðar.

Streyma enn um æðar heimsins
ást Guðs föður gegnum hann
sem að fæddist, barnið blessað,
birtir öllum sannleikann,
krafta lífsins, kærleiksgeisla,
Krist tilbiðjum, Guð og mann,
frá eilífð til eilífðar. Amen.

Hér má hlusta á lagið í útsetningunni sem fylgir með í fluttningi Margrétar Árnadóttur og Valmar Väljaots.

Margrétar Árnadóttur og Valmar Väljaots.

Nótur á Pdf-formi: Kristur af föðurnum fæddur

Kristur af föðurnum fæddur01

Lagið flutt af kirkjukór með enska textanum

Published
Categorized as Sálmar Tagged

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: