Siðbótarsálmur frá Tékklandi

lutherrosinnTextinn eftir Jiri Transloský en þýðing mín úr ensku eftir þýðingu Jaruslav J. Vajda, lagið eftir Pan Buh birtist í Gradual, Prague, 1567. Lag og texti hreif mig á guðfræðidögum á Hólum í vor. Þau Gordon Lathrop og Gail Ramsaw leiddu þar messu með endurnýjun skírnar og altarissakramenti eftir nýlegri helgisiðabók lúthersku kirkjunnar í Bandaríkjunum (Lutheran Hymnbook). Þar var þessi sálmur sunginn. Á ágætlega við á síðasta sunnudegi kirkjuársins, sem er í dag.

En þú, Drottinn, ert skjöldur minn,
sæmd mín og lætur mig bera höfuðið hátt. Slm 3.4

Drottinn, þinna krafta’ og kærleiks nýt ég

Lag: God, My Lord, My Strenght

Drottinn, þinna krafta’ og kærleiks nýt ég,
krýning hlýt ég,
vernda mig frá voða’ og neyð,
vonskan sækir að
svo grimm, mér veginn greið,
Guð, þú megnar það.

Kristur í mér, frið ég á og frelsi
frá því helsi,
þér heilshugar þjóna hlýt,
hjartað slær, ei steinn,
fagna ég, náðar nýt,
núna aldrei einn.

Upp mín sál, sem angurljóðin kyrjar,
undrið byrjar
þegar Satans víkur vald,
veröld sér Guðs mátt,
himinbjört birtist öld,
ber því höfuð hátt.

Þýðing Guðm. G.

Lagið var sungið af Kór Dalvíkurkirkju 8. nóvember 2017 við guðsþjónustu. Það má hlusta á það hér: 

Guðfræði Lúthers skín í gegn þar sem í hinu ytra eru ógnanir á alla vegu en í öðru erindinu á sálmaskáldið frið í Kristi í hjarta sem slær, fagnar, nýtur náðar. Það er hið kristna frelsi í trausti í augnablikinu „núna aldrei einn“, ekkert getur rofið tengslin við Krist. Þess vegna getur sálmaskáldið horft fram á veginn í von og huggun sem dugar, „nú þegar“ á það Krist „en ekki enn“ í fyllingu en sér „Guðs mátt, himinbjört birtist öld“. Það er krýning trúarinnar fyrir Krist.

Drottinn, þinna krafta.jpg

Drottinn, þinna krafta – á Pdf-formi

 

Published
Categorized as Sálmar

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: