Ég hlusta – hann er sá sem talar.
(Ágústínus kirkjufaðir, hjá E. Brown, I. bini. bls. 156.)
Ég er upplýstur – hann er ljósið.
Ég er eyrað – hann er orðið.
Ég rakst á þessi tilvitnun í Ágústínus kirkjuföður nú fyrir Biblíudaginn sl. sunnudag í ritskýringu E. Brown á guðspjalli Jóhannesar. Grípandi orð sem ég íhugaði um stund og vaknaði hjá mér löngun að túlka þau í ljóði. Góð orð til að anda frá sér og að sér í íhugun.
Ég hlusta, Drottinn, – dýrð sé þína
í dögun birtist þú –
á orðin þín sem þig mér sýna,
ég þrái orðin trú.
Þú talar til mín enn
og tilfinningin senn
er sterk og ljúf, ég sé þig skína.
Þú upplýsir mig, ljósið skæra,
og lýsir myrkrið svart,
þú vísar mér á veginn færa,
þó villist oft og hart.
Í ljósið leita vil,
þá lít ég þig og skil
að þú ert stjarnan þráða, kæra.
Ég eyrað legg við, hlusta hljóður,
ég heyri orðin þín,
í tilbeiðslunni andans óður
mér opnar bjarta sýn.
Þú hvíslar orðið hljótt
svo hjarta mitt er rótt
í faðmi þínum, Guð minn góður.