Ég hlusta – Biblíuljóð

Ég hlusta – hann er sá sem talar.
Ég er upplýstur – hann er ljósið.
Ég er eyrað – hann er orðið.

(Ágústínus kirkjufaðir, hjá E. Brown, I. bini. bls. 156.)

Ég rakst á þessi tilvitnun í Ágústínus kirkjuföður nú fyrir Biblíudaginn sl. sunnudag í ritskýringu E. Brown á guðspjalli Jóhannesar. Grípandi orð sem ég íhugaði um stund og vaknaði hjá mér löngun að túlka þau í ljóði. Góð orð til að anda frá sér og að sér í íhugun.

Ég hlusta, Drottinn, dýrð sé þína
hvern dag er birtist þú,
á orðin þín sem þig mér sýna,
ég þigg að gjöf í trú.
Þú talar til mín enn
og tilfinningin senn
er sterk og ljúf, ég sé þig skína.

Þú upplýsir mig, ljósið skæra,
og lýsir myrkrið svart,
þú vísar mér á veginn færa,
þó villist oft og hart.
Í ljósið leita vil,
þá lít ég þig og skil
að þú ert stjarnan þráða, kæra.

Ég eyrað legg við, hlusta hljóður,
ég heyri orðin þín,
í tilbeiðslunni andans óður
mér opnar bjarta sýn.
Þú hvíslar orðið hljótt
svo hjarta mitt er rótt
í faðmi þínum, Guð minn góður.

Published
Categorized as Sálmar Tagged

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: