Húsið hans afa í Miðtúni, Þorkels Bergssonar

Húsið hans afa í Miðtúni á Selfossi varð mér guðdómlegt skjól þegar veröldin mín hrundi á unglingsárum, draumar brustu og vonir dvínuðu. Þá var móðurafi minn mér ljós Guðs, náð og blessun. Húsið, þar sem eilífðin er í andartaki dauðlegs manns, sem fer með bæn til Frelsarans, minnir mig á himinsins her og hallir Guðs,… Halda áfram að lesa Húsið hans afa í Miðtúni, Þorkels Bergssonar

Published
Categorized as Ljóð

Hver er ég?

Hver er ég? Efnahvörf og rafboð, örsmá vera í alheimi um litla stund, þó hugsandi efni sem veit af sér á meðan er. Mikið undur er það að sjá sólina rísa og lýsa, tunglið um nætur ganga sína leið, stjörnuhiminn óravíddir birta, og hug minn greina, að ég er hluti af þessu öllu, undrast að… Halda áfram að lesa Hver er ég?

Persónur píslarsögunnar 2. þáttur: María móðir Drottins og íhugun orðsins

Nú má hlusta á annan þátt um Persónur píslarsögunnar: María móðir Drottins og íhugun orðsins. Það eru hjónin Fjalar Freyr Einarsson sem kynnir og Dögg Harðardóttir sem flytur vitnisburð Maríu. Íhugunin hefst með sálminum mínum Komu úr austri konungar þrír við lag John H. Hopkins. Það eru mæðgurnar Íris Andrésdóttir og Ragnhildur Ásgeirsdóttir sem syngja þennan jólasálm við… Halda áfram að lesa Persónur píslarsögunnar 2. þáttur: María móðir Drottins og íhugun orðsins

Published
Categorized as Skrif

Þegar hugsun mín slokknar

Hvað verð ég þegar hugsun mín slokknar? Þegar ég hætti að vita af mér, þegar líkami minn sundrast hætti ég þá að vera ég? Dauði. Endalok. Þó veit ég að lífið heldur áfram, tilveran er sem betur fer ekki háð minni vitund.  Hún er stærri en svo.Þó að vitund mín slokkni þá ert þú eilíf vitund… Halda áfram að lesa Þegar hugsun mín slokknar

Guð og merking

Þetta er boðskapurinn sem við höfum heyrt af honum og boðum ykkur: „Guð er ljós og myrkur er alls ekki í honum“. Ef við segjum: „Við höfum samfélag við hann,“ og göngum þó í myrkrinu, þá ljúgum við og iðkum ekki sannleikann. En ef við göngum í ljósinu, eins og hann sjálfur er í ljósinu,… Halda áfram að lesa Guð og merking

Published
Categorized as Ræður

Persónur píslarsögunnar. 1. þáttur: Pétur postuli, fljótfær og mistækur maður

Afneitun Péturs eftir Carravagio

Í tilefni af 200 ára afmælis Hins íslenska biblíufélags 2017 samdi ég fjóra einþáttunga og samtöl. Ég nefndi þættina fjóra Persónur píslarsögunnar. Sama ár á páskadag lagði ég drög að fimmta þættinum um vitnisburð upprisunnar. Nú hef ég gengið frá þeim þætti og verða þeir allir fluttir á Lindinni nú á föstunni og páskum (2022).… Halda áfram að lesa Persónur píslarsögunnar. 1. þáttur: Pétur postuli, fljótfær og mistækur maður