Lofsyngjum Lausnarann

Í efni samkirkjulegrar bænavikunnar 2023 var sálmurinn „Lift every voice and sing“ eftir J. Rosamond Johnson við texta James Weldon Johnson. Um hann hefur verið sagt: „Söngurinn er þakkarbæn fyrir trúfesti og bæn um frelsun fyrir þau sem ákalla í þrældómi og fullvissa fyrir Ameríkufólk af afrískum uppruna“. (Vefsíða WCC, mín þýðing). Ég þýddi sálminn í bænavikunni og birti hann hér.

Lift every voice and sing

þýðing: Guðm. G.

Lofsyngjum Lausnarann,
lát óma hátt frá jörð
samhljóma ljóð um frelsi, ást og frið.
Gleðjumst með englum Guðs,
Guði ber þakkargjörð,
streymi fram með aldanna öldu nið.

Nýjan söng syngjum þér,
Son Guðs, með raun þú oss kenndir.

Grýtta leið gengum við,
götuna þyrnum stráð,
krossinn var þungur þá og brostin von.
Þó undir þessum söng
þrótt fengum, illa þjáð,
til þeirra lítum er treystu´ á Guðs son.

Vegna trausts trúnaðar
tárum í gleði þú vendir.

Guð, fyrir erfið ár,
einnig þau mörgu tár,
þökkum við öll því þú oss nærri varst.
Ljósið þú lést oss skært
lýsa svo reyndist fært,
er við örþreytt vorum, þá þú oss barst.

Guð, þú gengur með oss,
götu til lífs þú oss sendir.

Lagið á youtube, enski textinn.

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: