Tal við Guð um ástina

Góði Guð, ástin er undursamleg gjöf þín. Þegar illa liggur á mér, skil ég ekki að nokkur skuli elska mig. Þegar ég er einmana, geri ég allt til þess að verða sem elskulegastur. Æ, hvað ég þrái að vera elskaður! Hvort er auðveldara, að vera elskaður eða að elska?

Um frelsi kristins manns

Eftirfarandi örerindi var flutt í Kirkjubæ, sem var kirkjumiðstöð á Akureyri um nokkurra ára skeið. (Mynd frá húsblessun þar). Á föstudögum í hádeginu voru haldin „sálarstaldur“ þar sem flutt voru stutt erindi og umræður í frammhaldi af þeim yfir hádegishressingu. Þetta erindi var flutt á siðbótardegi 31. október 2006 um bók Lúthers Um frelsi kristins… Halda áfram að lesa Um frelsi kristins manns

Published
Categorized as Erindi

Á meðal blindra

Ljóðið Á meðal blindra eru mínar vangaveltur um tilgang lífsins, sem leituðu á huga minn á ákveðnu tímabili í lífi mínu, tilvistarspurningarnar. Það kom sterkt upp í huga minn eftir að hafa verið með heimspekingum allan daginn með spurningarnar stóru undir.

Í réttum takti

Nútíminn er á fleygi ferð finnst manni stundum. Takturinn eins hraður og hugsast getur. Mesta hjáguð nútímans berum við um hendina, klukkan, er orðin guð okkar sem öllu ræður. Við ættum að læra af Afríku að tíminn kemur til okkar eða eins og í þessu ljóði Í réttum takti.

Tal við Guð um traust

Ég trúi á þig, Guð minn, á því byggir líf mitt, að treysta því að þú segir sannleikann. En hver er ég að láta mér detta það í hug að það sem ég segi eða geri hafi áhrif á það hvort þú sért sá sem þú segist vera eða að þú hverfur mér út í… Halda áfram að lesa Tal við Guð um traust

Published
Categorized as Bænir

Tal við Guð um þverstæður lífsins

Mynd af vefsíðu Langholtskirkju, birt með leyfi.

Fjörutíu og þrjú ár (nú hálf öld) eru síðan ég var skírður í nafni heilagrar þrenningar, rétt áður en ég var fermdur tveimur dögum seinna.   Gleðidagarnir eftir páska eru runnir upp. Kristin trú er ögrandi. Að ögra þeirri tilveru, sem manni er varpað inn í, af þér Guð, þrátt fyrir allt og allt, játast… Halda áfram að lesa Tal við Guð um þverstæður lífsins

Páskaprédikun – grátur og hlátur lífsins

Ræðan var flutt í Akureyrarkirkju á páskadag 12. apríl 2009. Lagt var út af textanum í Jóhannesarguðspjalli 20. kafla um Maríu Magdalenu úti fyrir gröf Jesú. Fluttur var sálmurinn Árdegis, röðull reis úr nótt í upphafi. Í ræðunni var fjallað um viðkvæmar trúarlegar tilfinnar þegar það er eins og Guð hylji sig.

Published
Categorized as Ræður