Á meðal blindra

folkslaumurLjóðið Á meðal blindra eru mínar vangaveltur um tilgang lífsins, sem leituðu á huga minn á ákveðnu tímabili í lífi mínu, tilvistarspurningarnar.

Það kom sterkt upp í huga minn eftir að hafa verið með heimspekingum allan daginn með spurningarnar stóru undir.

Á MEÐAL BLINDRA 

Hver sendi mig og hvaðan er ég?
Og hvert er ferðinni heitið?

Blindingi fór um fjölfarinn veg
og fólksflaumur var kennileitið.

Efalaus gekk hann glaður af stað
með glaðværa söngva á vörum.
„Hættu að syngja“, sorgarrödd bað,
„þú sérð að til helheima förum.“

Framundan helheim sá fyrir sér,
sem svíðandi brennandi tungur.
Glettnisrödd spurði: „Hvað gengur að þér?
Nei, gleðstu, þú ert ennþá ungur.

Hlátrasköll fylltu heimsstrætið allt
af hjarta var drukkið og sungið.
Lífsreynslan sagði: „Lánið er valt
og lífið er alvöru þrungið.“

Alvörugefinn gekk hann um torg,
því gaman var af honum farið.
Trygglyndið kvað við: „Hver er þín sorg?
Til hvers var svo æskunni varið?“

Fullnægju naut við veglegri verk
og virtist hann tilganginn finna.
„Ánægja“, sagði ásökun sterk,
„er engin að þræla og vinna.“

Áfram hann stríddi, stjórna hann fékk,
svo stóð hann með sprotann í höndum.
Hæðnisrödd skríkti: „Hvar sem ég gekk
var herinn með þjóð þína’ í böndum.“

Blindinginn þessi bendir á veg
þeim blindu og segir: „Leitið!“

Hver sendi mig og hvaðan er ég?
Og hvert er svo ferðinni heitið?

Guðm. G.

 

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: