Í réttum takti

klukkaNútíminn er á fleygi ferð finnst manni stundum. Takturinn eins hraður og hugsast getur. Mesta hjáguð nútímans berum við um hendina, klukkan, er orðin guð okkar sem öllu ræður.

Við ættum að læra af Afríku að tíminn kemur til okkar eða eins og í þessu ljóði Í réttum takti.

Í RÉTTUM TAKTI 

Hugsunarlaust hendist ég áfram, 
hjartað slær ótt,
klukkan mín tifar og tíminn fer.

Tannhjól og linnulaus læti
lýja mig fljótt,
heimurinn hleypur á undan mér.

Blessaður, stattu nú stilltur,
staldraður við,
líttu upp, vitrara lífið er.

Fuglarnir syngja á flugi,
frjálsir um svið,
þeir hafa taktinn, sem hæfir þér.

Guðm. G.

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: