Páskasálmur – tár Maríu í páskasólinni

Páskasálmurinn er saman út frá frásögninni um Maríu úti fyrir gröfinni á páskadagsmorgni í Jóhannesarguðspjalli 20. kafla. Þetta er ein tilfinningaríkasta frásögn guðspjallsins, um leið og hún er átakanlega sorgleg, hefur hún að geyma glettni sjónarvottsins, sem vafalítið hefur skemmt sér við að segja frá þessu atviki í söfnuðinum. Hún þekkti ekki Meistara sinn, hélt… Halda áfram að lesa Páskasálmur – tár Maríu í páskasólinni

Hugleiðing um bæn

Vegur bænarinnar reynist mörgum þröngur og erfiður yfirferðar. Meistari bænarinnar er Drottinn sjálfur sem hefur gefið börnum sínum loforð og fyrirheit í orði sínu. Þau snúa mörg hver að bæninni eins og orðin í Rómverjabréfinu um að andinn biður með okkur með andvörpum sem verður ekki orðum að komið (Róm. 8). Svo að við megum… Halda áfram að lesa Hugleiðing um bæn

Daggardropinn

Sálmurinn eða andlega vísan er hugleiðing um daggardropa sem fellur á að morgni og lífið endurspeglað í þeirri mögnuðu mynd en óverulegu. Lífið með Guði er undrun og þakklæti sem ég tjáði með þessum vísuorðum. Fyrirmynd textans er eftir Oddmund Haugen við lag Gunstein Draugedal. Laufey G. Geirlaugsdóttir syngur lagið í geisladiskinum Lofsöngur til þín, sem kom… Halda áfram að lesa Daggardropinn

Published
Categorized as Ljóð

Föstudagurinn langi – undir krossinum

Föstudagurinn langi, þverstæður lífsins, ljós og myrkur mætast, líf og dauði, eins og í þessari mynd eftir Maurice Denis frá ca. 1895, Fórnin á Golgata. Trúuð sál tekur sér stöðu með Maríu, móður Jesú, undir krossinum, íhugar og biður. Hér birtist mín þýðing á Stabat mater dolorosa, mín íhugun um þjáningu lífsins og trúna, guðfræði… Halda áfram að lesa Föstudagurinn langi – undir krossinum