Föstudagurinn langi – undir krossinum

denis_forninFöstudagurinn langi, þverstæður lífsins, ljós og myrkur mætast, líf og dauði, eins og í þessari mynd eftir Maurice Denis frá ca. 1895, Fórnin á Golgata.

Trúuð sál tekur sér stöðu með Maríu, móður Jesú, undir krossinum, íhugar og biður. Hér birtist mín þýðing á Stabat mater dolorosa, mín íhugun um þjáningu lífsins og trúna, guðfræði krossins.

STABAT MATER DOLOROSA

                                 Lag: Stabat Mater e. Giovanni Nanini

María, Guðs móðir blíða,
mikla þjáning hlaut að líða,
lamb Guðs syndir lýðsins bar.
Undir krossi´ í kvöl og tárum
kvíðin stóð hún; hjartasárum
sverðið nísti sálu þar.

Hún sá soninn sinn húðflengdan;
sárt á höndum þar upp hengdan;
krýndan þyrnikrónu níðs.
Blóðið draup svo ótt úr undum
er hann píndist löngum stundum;
dó á meðal dauðlegs lýðs.

Er að finna svo hart hjarta
hrært ei sé við myrkrið svarta
Lausnarinn oss leysti frá,
höggin mörgu, sár og stríðið,
skelfing dauðans, háð og níðið,
er hann kvaldist krossi á?

Hann vor vegna varð að líða,
vorar syndir tók og kvíða;
hlýðinn bar hann böl og kross.
Fól hann sig í föðurhendur
fús hann gaf sitt líf; nú stendur
föðurskautið opið oss.

Ó, minn Jesús, ástar lindin,
á ég þig, þá víkur syndin,
má burt sekt og sefa harm.
Kom með mildi, kveiktu bjarta
kærleikselda mér í hjarta;
gef mér helgan, hreinan barm.

Sekt mín – kvöl þín.  Kraminn varstu,
kross og þjáning mína barstu.
Heilt mér gef þitt hjartalag.
Kenn mér ljúft minn kross að bera,
kvöl þína lát líkn mér vera,
hlýðinn fram á hinsta dag.

Lát mig iðrast lasta minna,
leyndardóma krossins finna:
Fús þú þjáðist fyrir mig.
Við þinn kross ég vil æ standa,
von og kærleik að mér anda,
eiga trú gegn angist, þig.

Undir krossi á ég lífið,
ást þín sigrar dauðans kífið,
eilífðin þar er mér vís.
Faðir, þegar feigðin stendur
fel ég mig í þínar hendur;
veit mér von um Paradís.

Guðm. G.

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: